Enn fjölgar gestum í Kvikunni og spennandi dagskrá framundan

  • Fréttir
  • 9. mars 2023

Gestum Kvikunnar hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Alls heimsóttu tæplega 22.500 gestir Kvikuna, menningarhús Grindvíkinga, á árinu 2022. Til samanburðar heimsóttu rúmlega 4.000 gestir húsið árið 2017 og um 11.000 gestir árið 2021.

Hlutverk hússins hefur á þessum tíma tekið breytingum. Ráðist var í mikla stefnumótunarvinnu fyrir húsið árið 2019, m.a. er nú boðið reglulega upp á viðburði fyrir almenning.

Sýningin Saltfiskur í sögu þjóðar var áður á neðri hæð hússins en er nú á efri hæðinni. Gestum er þar boðið í ferðalag aftur í tímann þar sem saga saltfiskverkunar frá upphafi rakin í tímaröð til þeirra daga er véltækni leysir mannshöndina af hómi. Í stað sýningarinnar á neðri hæðinni er nú viðburðasalur sem notaður hefur verið fyrir ýmsa viðburði, m.a. kaffihlaðborð á 17. júní, rave-ball fyrir unglinga á Suðurnesjum, sórsveitartónleika, kóræfingar, viðburði á vegum Listvinafélags Grindavíkur o.fl.

Í undirbúningi er uppsetning á nýrri Guðbergsstofu, sýningu tileinkaðri Guðbergi Bergssyni en einnig verður settur upp upplýsingaveggur fyrir ferðamenn í forsal hússins. 

Ef þú ert með hugmynd að viðburði getur þú sent hana á kvikan@grindavik.is eða kíkt í heimsókn. Húsið er opið 11:00-17:00 mánudaga til laugardaga. Opið er á sunnudögum á sumrin. 

Við minnum á að hægt er að fylgja Kvikunni á Facebook og Instagram

SKEMMTILEGRI MÁNUDAGAR

Vakin er athygli á því að á hverjum mánudegi eru opnir viðburðir fyrir íbúa og gesti Í Kvikunni, sem jafnan eru vel sóttir. Framundan eru m.a. eftirfarandi viðburðir á dagskrá Kvikunnar:

PÁSKASMIÐJA MEÐ LISTVINAFÉLAGI GRINDAVÍKUR
Kvikan – 13. mars kl. 16:00
Kvikan og Listvinafélag Grindavíkur bjóða upp á páskasmiðju fyrir Grindvíkinga á öllum aldri. Unnið verður að listsköpun og skreytingum fyrir páskana sem fram fara í apríl.

SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM
Kvikan – 17. og 18. mars
Sýningin Saltfiskur í sögu þjóðar er opin á efri hæð Kvikunnar. Einnig verður útbúinn ratleikur þar sem vakin er athygli á listaverkum og öðrum menningarstöðum í Grindavík. Hægt er að nálgast allar upplýsingar í Kvikunni.

ÚKRAÍNA Í STRÍÐI OG FRIÐI
Kvikan – 20. mars kl. 20:00
Innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 kom flestum á óvart en er vafalítið einn af þeim viðburðum sem hvað helst mun setja svip sinn á þá öld er við lifum. Valur Gunnarsson blaðamaður og sagnfræðingur segir frá bakgrunni þeirra, og veltir því upp hvort hægt sé að segja til um hvað gerist næst?

KRÓNIKA MEÐ ALLA
Kvikan – 27. mars kl. 20:00
Alli á Eyri segir grindvískar sögur í Kvikunni. Alli er einstakur sagnamaður og rifjar upp sögur af fólki og viðburðum úr Grindavík eins og honum einum er lagið. Þá er aldrei að vita nema lagið verði tekið inn á milli sagna. Aðgangur ókeypis og boðið upp á kaffi.

MENNINGARVERÐLAUN GRINDAVÍKURBÆJAR
Kvikan – 17. apríl kl. 20:00
Menningarverðlaun Grindavíkur afhent í Kvikunni við hátíðlega athöfn. Verðlaunin eru veitt árlega sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og/eða menningar.

KRÓNIKA MEÐ ALLA
Kvikan – 24. apríl kl. 20:00
Alli á Eyri segir grindvískar sögur í Kvikunni. Alli er einstakur sagnamaður og rifjar upp sögur af fólki og viðburðum úr Grindavík eins og honum einum er lagið. Þá er aldrei að vita nema lagið verði tekið inn á milli sagna. Aðgangur ókeypis og boðið upp á kaffi.

PÓLSK HÁTÍÐ Í KVIKUNNI
Kvikan – 6. maí kl. 14:00
Öllum Grindvíkingum er boðið í pólska veislu í Kvikunni. Boðið verður upp á veitingar að pólskum sið, skemmtiatriði og fleira skemmtilegt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir