Sumarstarf á skipulags- og umhverfissviđi hjá Grindavíkurbć

 • Fréttir
 • 2. mars 2023

Skipulags- og umhverfissvið Grindavíkurbæjar leitar að metnaðarfullum háskólanema í sumarstarf. Starfstímabilið er 3 mánuðir.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Aðstoð við verkefni á sviði skipulag- og byggingarmála
 • Aðstoð við verkefni tengdu bættu aðgengi allra að opnum svæðum og stofnunum Grindavíkurbæjar.
 • Vinna með og samræma AutoCad-grunna innan sveitarfélagsins m.a. fyrir lóðir, fráveitu og vatnsveitu.
 • Ýmis önnur verkefni sem tengjast skipulags- og umhverfissvið Grindavíkurbæjar.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Nám á háskólastigi
 • Autocad kunnátta er æskileg.  
 • Þekking og reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála er kostur.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
 • Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
 • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Góð íslensku og ensku kunnátta.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn um starfið þarf að ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.

Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. 

Umsóknarfrestur er til 16. apríl. Hægt er að sækja um starfið HÉR.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs í síma 420-1100, netfang: atligeir@grindavik.is  

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 29. febrúar 2024

Pistill bćjarstjórnar

Fréttir / 28. febrúar 2024

Úrrćđi fyrir rekstrarađila í Grindavík 

Fréttir / 22. febrúar 2024

Grindavíkurvegur opinn

Fréttir / 19. febrúar 2024

Dagskrá íbúafundarins í dag

Fréttir / 16. febrúar 2024

Frá Fannari bćjarstjóra

Fréttir / 15. febrúar 2024

Skipulagiđ fyrir 16. febrúar