Grenndakynning Seljabót 2a – óveruleg deiliskipulagsbreyting

  • Fréttir
  • 2. mars 2023

Fyrirhugað er að útbúa byggingarreit fyrir dælustöð fyrir fráveitukerfi við Seljabót 2a. Málið var tekið fyrir á 115. fundi Skipulagsnefndar Grindavíkurbæjar 20. febrúar sl., og bókaði nefndin eftirfarandi:

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu við Seljabót 2a. Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði í deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að skoðað verði að fjölga bílastæðum norðan dælustöðvar. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leggja skipulagstillöguna fyrir hafnarstjórn ásamt því að hún verði grenndarkynnt í gegnum heimasíðu Grindavíkubæjar.

Unnt er að gera athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar til og með 30. mars 2023. Athugasemdum skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, eða á tölvupósti á atligeir@grindavik.is.
Þeir sem ekki skila inn athugasemdum innan tilskilins frests teljast ekki gera athugasemdir við breytinguna.

- Deiliskipulagsbreyting

Atli Geir Júlíusson
Sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. nóvember 2023

Stuđningstorg fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 27. nóvember 2023

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík 2023

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til fasteignaeigenda í Grindavík

Fréttir / 20. nóvember 2023

Skólastarf hefst á ný 

Fréttir / 18. nóvember 2023

Tvíhöfđi í Smáranum