Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

  • Fréttir
  • 27. febrúar 2023

538. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. febrúar 2023 og hefst kl. 16:00.

Dagskrá:

Almenn mál
1.     2209090 - Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032, íbúðarsvæði við ÍB3 (Laut).

    Skipulagstillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd vísar skipulagstillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til samþykktar fyrir auglýsingu á tillögunni í samræmi við 3. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni verður auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir Laut.
        
2.     2110060 - Deiliskipulag við Þorbjörn
    Tillaga að viðbrögðum við umsögnum við skipulagstillöguna lögð fram ásamt uppfærðum gögnum í samræmi við viðbrögð sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd samþykkti viðbrögð við umsögnina á 115. fundi sínum þann 20. febrúar sl. og leggur til eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni eins og hún er lögð fram á fundinum eftir breytingar í samræmi við viðbrögð við umsögnum. - Gert verði ráð fyrir stærri áningarstað sunnan Þorbjarnar. - Gert verði ráð fyrir 1-2 minni áningarstað vestan Lágafells. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá er viðbrögðum við umsögnum og uppfærð skipulagstillaga send til bæjarstjórnar til samþykktar, með ofangreindum breytingum. 

Skipulagsnefnd leggur það til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda hana til Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
        
3.     2212059 - Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur
    Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Grindavíkur lagðar fyrir bæjarstjórn til seinni umræðu.
        
4.     2301072 - Bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar 2023 - Breyting og nýr viðauki
    Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar lögð fram til annarrar umræðu og afgreiðslu.
        
5.     2205251 - Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar
    Lögð fram tillaga um að Anna Elísa Karlsdóttir Long verði formaður í frístunda- og menningarnefnd í stað Sigríðar Etnu Marínósdóttur sem flutt er úr sveitarfélaginu. Sævar Birgisson verði varamaður í Önnu Elísu.
        
6.     2205252 - Kosning í nefndir samkvæmt C-lið 48. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar
    Lögð fram tillaga um að Atli Geir Júlíusson verði aðalmaður í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja í stað Birgittu Ránar Friðfinnsdóttur. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.
        
7.     2302069 - Hjartastuðtæki á stofnunum bæjarins
    Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð 1.140.000 vegna hjartastuðtækja á stofnunum bæjarins. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
        
8.     2302080 - Beiðni um aukið stöðugildi í félagsþjónustu
    Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun er lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. 
Um er að ræða 2 ný stöðugildi í félagsþjónstu vegna 9 mánaða á árinu 2023 að fjárhæð 20.520.000 kr. og lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
        
9.     2301127 - Grunnskólinn við Ásabraut - breytingar á rýmum í kennslustofur
    Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 3.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
        
10.     2302072 - Ferðaþjónustubílar í þjónustumiðstöð - viðaukabeiðni
    Óskað er viðauka að upphæð 7,5 milljónum króna vegna kaupa á bíl sem nýtist ferðaþjónustu sem þjónustumiðstöðin sinnir fyrir félagsþjónustu- og fræðslusvið sveitarfélagsins. Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
        
11.     2302051 - Tækifærisleyfi - Tímabundið áfengisleyfi 
    Lionsklúbbur Grindavíkur óskar eftir tækifærisleyfi, tímabundnu áfengisleyfi í Gjánni fyrir kútmagakvöld, þann 10.mars næstkomandi samkvæmt meðfylgjandi umsókn og gögnum. 

Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðs, heilbrigðiseftirlits og ?byggingafulltrúa?
        
Fundargerðir til kynningar


12.     2302009 - Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023
    Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskja sveitarfélaga þann 27. janúar 2023 lögð fram til kynningar.
        
13.     2302049 - Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023
    Fundargerð 786. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 8. febrúar 2023 lög fram til kynningar.
        
14.     2203043 - Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2022
    Fudnargerð 297. fundar Heilbrigðisnefndar suðurnesja þann 16.12.2022 lögð fram til kynningar.
        
15.     2301117 - Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2023
    Fudnargerð 298. fundar Heilbrigðisnefndar suðurnesja þann 26.01.2023 lögð fram til kynningar.
        
16.     2301125 - Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja
    Fundargerð 34. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja þann 12.01.2023 lögð fram til kynningar
        
17.     2302019 - Fundargerðir - Heklan 2023
    Fundargerð 91. fundar Heklunnar, þann 27. janúar 2023 lögð fram til kynningar.
        
18.     2302047 - Fundargerðir Öldungaráð Grindavíkur 2023
    Fundargerð 15. fundar Öldungaráðs þann 9. febrúar 2023 lögð fram til kynningar.
        
19.     2302003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1634
        
20.     2302006F - Bæjarráð Grindavíkur - 1635
        
21.     2302013F - Bæjarráð Grindavíkur - 1636
        
22.     2301015F - Skipulagsnefnd - 113
        
23.     2302004F - Skipulagsnefnd - 114
        
24.     2302012F - Skipulagsnefnd - 115
        
25.     2301020F - Fræðslunefnd - 128
        
26.     2301021F - Frístunda- og menningarnefnd - 123
        
27.     2302007F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 488
        
28.     2302009F - Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 70

        

24.02.2023
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!