Bjartmar og Bergrisarnir í Gígnum

  • Fréttir
  • 23. febrúar 2023

Bjartmar og Bergrisarnir hafa á síðasta ári haldið fjölda tónleika við frábærar undirtektir. Gestir eiga því von á góðu, þar sem farið verður yfir feril Bjartmars í yfir 40 ár. Afköstin hafa verið mikil upp á síðkastið hjá hljómsveitinni sem gáfu út fjögur ný lög á síðustu tveimur árum, meðal annars Á ekki eitt einasta orð og Af því bara sem hafa hlotið afburða vinsælda.

Þetta verður því sannkölluð tónlistarveisla þar sem gömlu góðu lögin verða tekin í bland við þau nýju með hjálp tónleikagesta.

Hljómsveitina skipa ásamt Bjartmari þeir Júlíus Freyr Guðmundsson á bassa, Birkir Rafn Gíslason á gítar, Daði Birgisson á hljómborð og Arnar Gíslason á trommur.

Tónleikarnir verða í Gígnum, Fish House, laugardaginn 11. mars. Hægt er að kaupa miða hér.


Deildu ţessari frétt