Safnahelgi á Suđurnesjum - Viltu taka ţátt?

  • Fréttir
  • 22. febrúar 2023

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin í tólfta sinn helgina 17. - 19. mars n.k.

Markmið með viðburðinum er að kynna menningarstarsemi í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, þar sem söfn, sýningar og menningarsetur opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Þá hafa einkasafnarar og einstaklingar nýtt tækifærið og boðið gestum inn á einkasýningar sínar og vinnustofur. Auk opnana er boðið uppá fjölbreyttar uppákomur og viðburði um öll Suðurnesin sem iða af menningarlífi þessa helgi.

Töluverður fjöldi gesta hefur sótt Safnahelgina en hún fór síðast fram fyrir Covid, bæði íbúar svæðisins og eins sem koma lengra að.

Um þessar mundir er verið að setja upp dagskrá helgarinnar og verða allar upplýsingar birtar inn á vef helgarinnar, safnahelgi.is, þegar nær dregur.

Aðstandendur og skipuleggjendur Safnahelgarinnar vilja bjóða þjónustuaðilum á svæðinu uppá að taka þátt í verkefninu, hvort sem það er með tilboðum fyrir gesti eða viðburðum og uppákomum. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Markaðsstofu Reykjaness í síma 420-3288 eða á netfangið info@visitreykjanes.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!