Salsa í kvöld í Kvikunni

  • Fréttir
  • 20. febrúar 2023

Nú gefst Grindvíkingum tækifæri til að lyfta sér upp og kynna sér Salsa dans í boði Kvikunnar. 

Í þessum tíma er ekki þörf fyrir dansfélaga heldur verða grun sporin tekin. Ef vel gengur verður annar viðburður haldinn með pörum. Okkar eigin Pálmar Örn Guðmundssun mun stýra léttum Salsa dansi fyrir byrjendur þannig það þarf engin að vera feimin. Gera má ráð fyrir 40 mínútna kennslu.

Árið 2014 dvaldi Pálmar í 10 vikur á Kúbu þar sem hann kynntist Salsa enda er það hluti af lifinu þar. Hann hefur um 5 ára reynslu af Salsa danskennslu auk þess að hafa 10 ára reynslu í kennslu og þjálfun. Hann er að kenna tvö námskeið í Reykjavík ásamt Ernu Óladóttur og eru þau með um 60 nemendur á öllum aldri.


Deildu ţessari frétt