Málţing Félags eldri borgara og Öldungaráđs Grindavíkur í dag

  • Fréttir
  • 17. febrúar 2023

Málþing Félags eldri borgara og Öldungaráðs Grindavíkur verður haldið föstudaginn 17.febrúar, kl.12:30 í Gjánni.

Komið og verið með í að ræða mál sem skipta okkur eldri borgara máli.
Við byrjum á súpu og brauði, í boði FebG, en kaffi og te verður einnig í boði á meðan þingið varir, sem áætlað er að ljúki uppúr kl.15:00.

Formleg dagskrá hefst kl.13:00

1.    Setning
2.    Framsaga: Nökkvi Már Jónsson, félagsmálastjóri Grindavíkurbæjar.
       Fyrirspurnir. 
3.    Framsaga: Helgi Hólm, framkvæmdastj., ræðir um Tryggingastofnun og fl.  
       Fyrirspurnir. 
4.    Kaffihlé
5.    Umræður hópa um þjónustu sveitarfélagsins, HSS og fleira.
6.    Kynning á niðurstöðum hópanna 
7.    Eftirmál 

Allir 60 ára og eldri eru velkomnir á málþingið!
 
Þjónustuaðilar geta látið kynningarefni liggja frammi á málþinginu – hringið í s:896-3173 

Málþingið er haldið með stuðningi Grindavíkurbæjar.


Deildu ţessari frétt