Tillaga ađ deiliskipulagi fyrir íţróttasvćđiđ í Grindavík kynnt íbúum

  • Fréttir
  • 16. febrúar 2023

Í gær, þriðjudaginn 14. febrúar, fór fram kynningarfundur um nýtt deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið í Grindavík. Tillagan gerir ráð fyrir möguleika á mikilli uppbyggingu á íþróttasvæðinu á næstu áratugum. Deiliskipulagið felur m.a. í sér að skilgreina byggingarreiti fyrir mannvirki sem tilheyra íþróttasvæðinu, staðsetningu gervigrasvalla og æfingasvæða ásamt göngustígum og bílastæðum.

Gert er ráð fyrir að aðstaða til íþróttaiðkunar í Grindavík verði enn betri en hún er í dag með þeim framkvæmdum sem mögulegt er að ráðast í á grundvelli deiliskipulagsins. Tillagan er unnin af JeES arkitektum að höfðu samráði við fjölda aðila á undanförnum mánuðum.

Tillögu að deiliskipulagi má finna hér

Myndband sem sýnir mögulegt byggingamagn á svæðinu má finna hér. Athugið að myndbandið sýnir mögulegt byggingamagn en ekki hönnun þeirra mannvirkja sem gætu risið á svæðinu. 

Get ég komið mínum sjónarmiðum á framfæri?
Íbúum gefst kostur á að senda inn ábendingar vegna tillögunnar hér eða með því að senda tölvupóst á Atla Geir Júlíusson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á netfangið atligeir@grindavik.is eigi síðar en 26. febrúar nk..

Hvað gerist næst?
Tillagan verður fljótlega tekin fyrir í skipulagsnefnd. Í framhaldinu mun nefndin kynna vinnslutillögu að deiliskipulagi. Íbúum og hagaðilum mun þá gefast kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir við tillöguna. Þegar frestur til athugasemda er liðinn tekur skipulagsnefnd skipulagstillöguna fyrir og tekur afstöðu til athugasemda. Í kjölfarið verður deiliskipulagan formlega auglýst. Vonir standa til um að deiliskipulagsvinnunni ljúki í haust. 

Hvenær verður hægt að ráðast í framkvæmdir?
Tillögurnar sem kynntar voru á fundinum í gær eru tillögur að uppbyggingu á íþróttasvæðinu til næstu áratuga. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfangaskiptingu framkvæmda. Frumhönnun á sundlaugarsvæðinu sem kynnt var á sama fundi er hins vegar í samræmi við deiliskipulagstillöguna. Vinna við hönnun sundlaugarsvæðisins mun halda áfram í ár. Samkvæmt fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar er stefnt að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2024. Hægt er að kynna sér frumhönnun sundlaugarsvæðis hér.

Hvað er deiliskipulag?
Lesa má um deiliskipulag á vef Skipulagsstofnunar. Þar segir að í deiliskipulagi eru settir skilmálar um mótun byggðar og umhverfis, svo sem um stærðir, staðsetningu og notkun húsa. Einnig um yfirbragð byggðar, svo sem nánar um útfærslu og hönnun bygginga og efnisnotkun.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?