Ert ţú međ viđskiptahugmynd og langar ađ koma hugmyndinni í verk?

  • Fréttir
  • 7. febrúar 2023

Háskóli Íslands stendur í vetur fyrir frumkvöðlahraðli fyrir konur undir merkjum AWE eða Academy for Woman Entrepreneurs í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Aðrir samstarfsaðilar eru FKA – félag kvenna í atvinnulífinu og Samtök kvenna af erlendum uppruna.Þetta er í þriðja sinn sem hraðallinn er haldinn.

Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að fjölga sprotum og efla nýsköpun í íslensku efnahagslífi og að sama skapi auka hlut kvenna á þeim vettvangi. Markmið hraðalsins er að efla konur til að þróa áfram sínar viðskiptahugmyndir, bjóða upp á fræðslu og efla tengslanetið.

Verkefnið er á vegum bandarískra stjórnvalda og er í boði víða um heim. Það samanstendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunderbird School of Managament við Ríkisháskólann í Arizona og vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. Ein staðlota verður haldin á Bifröst í samvinnu við Háskólann á Bifröst. 

Virkjum nýsköpunarkraft kvenna!

Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar. Þú getur sótt um hér.


Deildu ţessari frétt