Sumarstörf í íbúđakjarnanum viđ Túngötu 15-17
Sumarstarfsmenn óskast í hlutastörf í íbúðakjarnann við Túngötu 15 - 17 í Grindavík. Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og er um vaktavinnu að ræða.
Starfstími er samkomulagsatriði, en möguleiki er á vinnu frá c.a. 1. júní - 15. ágúst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Einstaklingsmiðaður og persónulegur stuðningur við þjónustunotendur í þeirra daglega lífi
- Samvinna við starfsfólk og þátttaka í faglegu starfi
- Almenn heimilisstörf
Menntun, hæfni og reynsla:
- Reynsla af störfum með fötluðu fólki æskileg
- Góð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Þolinmæði og hvetjandi í starfi
- Æskilegt að viðkomandi sé með bílpróf
Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Hlín Sigurþórsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 426-9909 eða á netfanginu hlin.s@grindavik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi. Sótt er um starfið í gegnum umsóknarvef Grindavíkurbæjar.
AĐRAR FRÉTTIR
Fréttir / 28. nóvember 2023
Fréttir / 28. nóvember 2023
Fréttir / 27. nóvember 2023
Fréttir / 24. nóvember 2023
Fréttir / 23. nóvember 2023
Fréttir / 23. nóvember 2023
Fréttir / 22. nóvember 2023
Fréttir / 22. nóvember 2023
Fréttir / 20. nóvember 2023
Fréttir / 20. nóvember 2023
Almannavarnir / 19. nóvember 2023
Fréttir / 19. nóvember 2023
Fréttir / 18. nóvember 2023
Fréttir / 18. nóvember 2023
Fréttir / 18. nóvember 2023
Fréttir / 18. nóvember 2023
Fréttir / 18. nóvember 2023
Fréttir / 17. nóvember 2023
Fréttir / 17. nóvember 2023