Úthlutun Uppbyggingarsjóđs fyrir áriđ 2023

  • Fréttir
  • 7. febrúar 2023

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2023. Auglýst var eftir styrkumsóknum í byrjun október og var opið fyrir umsóknir til 10. nóvember.

Umsóknir sem bárust voru samtals 80 talsins og hljóðuðu  styrkbeiðnir upp á tæplega 220 milljónir króna. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutar nú 48.000.000 til 40 verkefna.

Umsóknir jukust um 35 % milli ára og er það mjög ánægjulegt.

Skiptingin milla flokka var með þessum hætti:

Verkefni í flokknum stofn og rekstur fá úthlutað 6.300.000. kr.

Verkefnin í flokknum menning og listir fá úthlutað 19.300.000. kr.

Að lokum fær flokkurinn atvinnu- og nýsköpun úthlutað 22.400.000. kr.

Menningarverkefnið Safnahelgi á Suðurnesjum er með þriggja ára samning og fær nú úthlutað annað árið af samningnum eða kr. 3.000.000.

Sjá má þau verkefni sem hlutu styrk hér


Deildu ţessari frétt