Hópsnesiđ lokađ og appelsínugul viđvörun á morgun

  • Fréttir
  • 6. febrúar 2023

Veðurspár gera ráð fyrir suðvestan hvassviðri næstu daga og á þriðjudag er gert ráð fyrir sunnan og suðvestan stormi. Jafnframt gera ölduspár ráð fyrir mikilli ölduhæð og þá sérstaklega á þriðjudag. Má því reikna með aukinni sjávarhæð vegna áhlaðanda með suður og vesturströndinni. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu með ströndinni og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.

Vegna flóðahættu snemma í fyrramálið verður Hópsnesið lokað fyrir umferð. Búast má við lokun verði á meðan flóðahætta er og meðan viðgerð er á veg ef til þess kemur.


Deildu ţessari frétt