Laus störf: Yfirflokkstjóri og flokksstjórar Vinnuskóla Grindavíkur

  • Fréttir
  • 3. febrúar 2023

Vinnuskóli Grindavíkur auglýsir eftir yfirflokkstjóra og flokkstjórum til að starfa við skólann sumarið 2023. Starfstímabil er frá 15. maí til 15. ágúst.

Yfirflokkstjóri stýrir verkefnum flokkstjóra í samvinnu við sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og umsjónarmanns opinna og grænna svæða, stjórnar starfi flokkstjóra, kennir þeim rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit, er uppbyggilegur og góð fyrirmynd.

Flokkstjóri stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit, er uppbyggilegur og góð fyrirmynd.

Megin hlutverk Vinnuskóla Grindavíkurbæjar er að veita nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla uppbyggileg sumarstörf og fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Flokkstjóri stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit, er uppbyggilegur og góð fyrirmynd.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar nk. Sótt er um starfið í gegnum umsóknarvef Grindavíkurbæjar

Nánari upplýsingar um störfin veitir Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar í síma 420 1100, netfang: eggert@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. mars 2023

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Fréttir / 9. mars 2023

Ţađ vantar dreka í Grindavík

Fréttir / 6. mars 2023

Blóđbankabíllinn í Grindavík

Fréttir / 27. febrúar 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 24. febrúar 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins

Fréttir / 23. febrúar 2023

Ađalfundur Rauđa krossins á Suđurnesjum

Fréttir / 23. febrúar 2023

Bjartmar og Bergrisarnir í Gígnum

Fréttir / 20. febrúar 2023

Salsa í kvöld í Kvikunni