Fundur 123

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 2. febrúar 2023


123. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 1. febrúar 2023 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu: Anna Elísa Karlsdóttir Long, varamaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varaformaður, Þórunn Erlingsdóttir, varamaður, Hulda Kristín Smáradóttir, aðalmaður, Petra Rós Ólafsdóttir, varamaður og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. 

Fundargerð ritaði:  Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá:

1.      Framkvæmdir í Hópinu 2023 - 2301120
    Forstöðumaður íþróttamannvirkja og framkvæmdastjóri UMFG sátu fundinn undir þessum lið. 

Samkvæmt fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023 stendur til að ráðast í viðgerðir á gervigrasinu í Hópinu og skipta út lýsingu í húsinu. 

Bókun fulltrúa B, D og U lista 

Í ljósi nýrra upplýsinga frá þeim aðila sem tók út gervigrasið í Hópinu óskaði formaður, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í samráði við fulltrúa B og U, eftir að setja málefnið á dagskrá. Í framhaldi var boðað til fundar með úttektaraðilanum og fór sá fundur fram í morgun, 1. febrúar. Í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu á fundinum hvetur nefndin til þess að skipt verði um gervigras á Hópinu fyrr en áætlað var og að vinna við útboð vegna framkvæmdanna hefjist sem fyrst. 

Fulltrúar M lista taka undir bókunina. 
         
2.      Hönnun sundlaugarsvæðis og aðliggjandi mannvirkja - 2210067
    Forstöðumaður íþróttamannvirkja og framkvæmdastjóri UMFG sátu fundinn undir þessum lið. 

Uppfærð frumdrög að hönnun á nýju sundlaugarsvæði lögð fram. Nefndin lýsir yfir ánægju með teikningarnar eins og þær liggja fyrir og felur sviðsstjóra að kynna þær fyrir bæjarráði. 
         
3.      Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2023 - 2301112
    Í fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar 2023 er gert ráð fyrir því að færa vinnuskólann yfir í tímabilaskiptan vinnuskóla, þ.e. með svipuðum hætti og mörg sveitarfélög hafa gert á undanförnum árum. Þá fá nemendur úthlutað tímabili í stað þess að starfa allt sumarið. 

Rætt um ólíkar útfærslur á starfsemi vinnuskólans. Nefndin leggur til að vinnuskólanum verði skipt í fjögur tímabil. Hver nemandi kemur þá til með að vinna tvö tímabil af fjórum. Sviðsstjóra er falið að útfæra tillöguna frekar. 
         
4.      Þjónustukönnun Janusar heilsueflingar 2023 - 2301091
    Þjónustukönnun meðal þátttakenda í Fjölþættri heilsueflingu 65 lögð fram. Könnunin sýnir að 94% þátttakenda í Grindavík líkar mjög vel við þá þjónustu sem veitt er í verkefninu. 71% þátttakenda hafa fundið fyrir mjög jákvæðum eða jákvæðum breytingum á andlegri og félagslegri líðan eftir að þátttaka í verkefninu hófst. 
         
5.      50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar - 2301116
    Grindavíkurbær fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli 10. apríl 2024. Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að skipuð verði afmælisnefnd sem í eiga sæti fimm fulltrúar. Fulltrúarnir skulu endurspegla fjölbreytni samfélagsins í Grindavík. 
         
6.      Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2023 - 2301114
    Farið yfir verklagsreglur um afhendingu menningarverðlauna Grindavíkurbæjar. Stefnt er að afhendingu verðlaunanna 17. apríl 2023. 
         
7.      Dagskrá menningarhúsanna 2023 - 2301023
    Drög að dagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2023 lögð fram. 
         
8.      Fundargerðir ungmennaráðs 2023 - 2301115
    Fundargerð 51. fundar ungmennaráðs lögð fram.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134

Frćđslunefnd / 29. júní 2023

Fundur 133

Frćđslunefnd / 7. júní 2023

Fundur 132

Bćjarráđ / 17. október 2023

Fundur 1656

Bćjarráđ / 24. október 2023

Fundur 1657

Öldungaráđ / 13. febrúar 2023

Fundur 15

Skipulagsnefnd / 2. október 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 10. október 2023

Fundur 1655

Bćjarráđ / 3. október 2023

Fundur 1654

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. september 2023

77.fundur

Bćjarstjórn / 26. september 2023

Fundur 543

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649