Laus störf: Forstöđumađur Ţrumunnar - tímabundiđ starf
Grindavíkurbær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Þrumunnar, félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga. Um tímabundið starf er að ræða frá 1.3.2023-30.4.2024. Vinna yfir sumarmánuði er samkomulagsatriði.
Helstu verkefni:
- Vinnur starfsáætlun fyrir félagsmiðstöðina í samráði við starfsfólk.
- Sinnir hefðbundnum opnunum félagsmiðstöðvar og verkefnum sem fylgja þeim s.s. undirbúningi og frágangi.
- Tryggir öryggi og vellíðan barna og unglinga og vinnur gegn óæskilegri og neikvæðri hegðun þeirra.
- Sér til þess að börn sem nýta þjónustu félagsmiðstöðvarinnar uppifi væntumþykju.
- Eflir félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd barnanna.
- Stuðlar að fordómalausri umræðu og heilbrigðu líferni.
- Leitar leiða til að ná til þeirra barna og unglinga sem ekki stunda heilbrigð viðfangsefni í frístundum sínum og/eða þurfa á félagslegum stuðningi að halda.
- Ber kennsl á helstu áhættuþætti í umhverfi barna og unglinga og bregðast við þeim.
- Aðstoðar við að halda utan um félagslíf nemenda í Grunnskóla Grindavíkur.
- Heldur utanum starfssemi nemendaráðs í samráði við deildarstjóra Grunnskóla Grindavíkur
- Er starfsmaður ungmennaráðs Grindavíkurbæjar
Menntun og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði uppeldis-, tómstunda- og/eða félagsmálafræði eða sambærileg uppeldismenntun er æskileg
- Reynsla af stjórnun er kostur
- Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er nauðsynleg og þekking á málaflokknum æskileg.
- Góð tölvukunnátta.
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót, góð samstarfshæfni og geta til að miðla upplýsingum.
- Heiðarleiki og stundvísi, auk þess sem starfsmaður þarf að vera umburðalyndur.
- Fumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
- Hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum og vilji til að taka þátt í breytingum.
- Hreint sakavottorð.
- Er góð fyrirmynd.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Elínborg Ingvarsdóttir, forstöðumaður Þrumunnar í tölvupósti elinborg@grindavik.is eða Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs í tölvupósti eggert@grindavik.is
Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar nk. Sótt er um starfið í gegnum umsóknarvef Grindavíkurbæjar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn þarf að fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
AĐRAR FRÉTTIR
Fréttir / 8. desember 2023
Fréttir / 7. desember 2023
Fréttir / 6. desember 2023
Fréttir / 5. desember 2023
Fréttir / 4. desember 2023
Fréttir / 4. desember 2023
Fréttir / 1. desember 2023
Fréttir / 1. desember 2023
Fréttir / 1. desember 2023
Fréttir / 29. nóvember 2023
Fréttir / 29. nóvember 2023
Fréttir / 29. nóvember 2023
Fréttir / 28. nóvember 2023
Fréttir / 28. nóvember 2023
Fréttir / 28. nóvember 2023
Fréttir / 27. nóvember 2023
Fréttir / 24. nóvember 2023
Fréttir / 24. nóvember 2023
Fréttir / 23. nóvember 2023