Laus störf: Starfsmađur á Bókasafni Grindavíkur

  • Bókasafnsfréttir
  • 26. apríl 2023

Grindavíkurbær óskar eftir að ráða starfsmann á Bókasafn Grindavíkur í 70% stöðu. Um framtíðarstarf er að ræða. Vinnutími er 8:00-13:00 alla virka dagaá starfstíma Grunnskóla Grindavíkur en 11:30-16:30 yfir sumartímann. Starfið heyrir undir forstöðumann bókasafns.

Starfið felst meðal annars í þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla, afgreiðslu, frágangi og innheimtu safngagna, ásamt öðrum tilfallandi störfum.

Hæfniskröfur:

  • Lipurð í mannlegum samskiptum og mikill áhugi á starfi með börnum og unglingum er krafa.
  • Áhugi á barna- og unglingabókmenntum er kostur.
  • Starfsreynsla á bókasafni er kostur.
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum er kostur.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti.
     

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.

Við hvetjum fólk eldra en 20 ára af öllum kynjum að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Andrea Ævarsdóttir forstöðumaður bókasafns í síma 420-1141 eða í tölvupósti andrea@grindavik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2023 og skulu allar umsóknir berast í gegnum umsóknarvef Grindavíkurbæjar.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í síðasta lagi 1. mars.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. desember 2024

Jólakveđja frá bćjarstjórn

Fréttir / 18. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 8. desember 2024

Samverustundir 8.-13. desember

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Tónlistaskólafréttir / 4. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík