Fjör í sleđaferđ hjá 2.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 17. janúar 2023

Nemendur og kennarar í 2.bekk skelltu sér í brekkuna við skólann á dögunum og renndu sér á sleðum.

Snjórinn undanfarnar vikur hefur glatt mörg börnin sem hafa óspart nýtt sér það að fara og renna sér í brekkum. Nemendur í 2.bekk nýttu sér einmitt snjóinn í síðustu viku og fóru að renna sér í brekkunni við skólann. Ýmsar listir voru prófaðar á sleðanum og eftir mikið fjör í brekkunni beið heitt kakó á brúsa fyrir kalda krakka.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá fjörinu.















Deildu ţessari frétt