Laust starf viđ leikskólann Laut

  • Fréttir
  • 16. janúar 2023

Leikskólakennara, þroskaþjálfa eða annað uppeldismenntað fólk vantar til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík frá 1.mars næstkomandi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Leikskólinn er fjögra deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða - 6 ára. Við erum „Skóli á grænni grein“ og vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni – Uppeldi til ábyrgðar. Gleði, hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu leikskólans.

Menntunar- og hæfniskröfur: 
•    Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun 
•    Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg 
•    Færni í samskiptum 
•    Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
•    Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
•    Góð íslenskukunnátta
•    Samskiptahæfni
•    Jákvæðni

Grindavík er góður bær :) Fjölskylduvænn staður þar sem ungir sem gamlir hafa nóg að sýsla, svo er Grindavíkurbær þekktur fyrir frábært íþróttastarf. Leikskólinn Laut er þekktur fyrir frábæran starfsmannahóp sem er glaðlyndur og samstíga í leik og starfi.
Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 420-1160 og 847-9859. Umsóknir berist til leikskólastjóra á netfangið frida@grindavik.is

Endurnýja þarf eldri umsóknir. Umsóknarfrestur er til 27.janúar 2023


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. nóvember 2023

Stuđningstorg fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 27. nóvember 2023

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík 2023

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til fasteignaeigenda í Grindavík

Fréttir / 20. nóvember 2023

Skólastarf hefst á ný 

Fréttir / 18. nóvember 2023

Tvíhöfđi í Smáranum