Tilkynning frá Kölku varđandi sorphirđu

  • Fréttir
  • 13. janúar 2023

Eins og íbúar Suðurnesja og reyndar landsins alls hafa orðir varir við hefur söfnun úrgangs frá heimilum raskast mikið frá því um miðjan desember. Í skýringum verktaka er vísað bæði til veðurs og færðar annars vegar og veikindaforfalla hins vegar. Þá er okkur í Kölku sagt að tafir á losun grenndargáma séu vegna bilana losunarbíls.

Sérlega hefur verið bagalegt hversu illa hefur gengið að fá upplýsingar um stöðuna og næstu losanir. Starfsfólk Kölku hefur því ekki haft góðar upplýsingar fyrir þá íbúa sem hafa viljað forvitnast um hvenær losunar megi vænta í þeirra hverfum.

Samkvæmt upplýsingum frá verktakanum er ekki gert ráð fyrir að þetta verði komið í eðlilegt horf fyrr en um miðja næstu viku. 

Gert ráð fyrir að Grenndarstöðvar á Suðurnesjum verði einnig losaðar um helgina.

Einnig viljum við vekja athygli á að Móttökustöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum eru opnar samkvæmt auglýstum opnunartíma og þangað er hægt að koma með umframheimilissorp og endurvinnsluefni endurgjaldslaust.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. febrúar 2024

Grindavíkurvegur opinn

Fréttir / 19. febrúar 2024

Dagskrá íbúafundarins í dag

Fréttir / 15. febrúar 2024

Skipulagiđ fyrir 16. febrúar

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íbúafundur 19. febrúar frá 17-19

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íţróttafólk Grindavíkur 2023 verđlaunađ

Fréttir / 14. febrúar 2024

Skipulag fyrir fimmtudaginn 15. febrúar

Fréttir / 12. febrúar 2024

Hćgt ađ sćkja um íbúđir hjá Bríeti

Fréttir / 14. febrúar 2024

Pistill bćjarstjórnar 14. febrúar