Fundur 1632

  • Bćjarráđ
  • 11. janúar 2023

1632. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 10. janúar 2023 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sat fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      Hönnun sundlaugarsvæðis og aðliggjandi mannvirkja - 2210067
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, dags. 09.01.2023, um stöðu hönnunar á sundlaugarsvæðinu. 
         
2.      Endurnýjun samnings vegna fjölþættrar heilsueflingar 65 - 2209005
    Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að samningi við Janus heilsueflingu um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið Fjölþætta heilsueflingu 65 í Grindavík lögð 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn með þeim orðalagsbreytingum sem samþykktar voru á fundinum.
         
3.      Umboð til samningsgerðar fyrir dagdvalir - 2212072
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að samningsumboði vegna þjónustusamnings um dagdvalir eru lögð fram. 

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga óska eftir umboði frá rekstraraðilum dagdvalarþjónustu, til viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustusamninga fyrir dagdvalir. 

Bæjarráð samþykkir að veita umboðið og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að undirrita umboðið. 


         
4.      Sumarlokun leikskóla Grindavíkurbæjar 2023 - 2212026
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram bréf frá leikskólastjóra Lautar og starfsmönnum Lautar varðandi tillögu fræðslunefndar um styttri sumarlokun á Leikskólanum Laut. 

Bæjarráð vill leggja áherslu á að í tillögu fræðslunefndar er ekki á neinn hátt verið að skerða sumarleyfisrétt starfsfólks, einungis að stytta formlega lokun leikskólans. Jafnframt vill bæjarráð koma á framfæri að í tillögu fræðslunefndar er talað um sumarið 2024 þannig að nægur tími er til stefnu. 

Bæjarráð tekur vel í hugmyndina um styttingu sumarlokunar á Laut til samræmis við sumarlokun á Króki en vísar málinu til áframhaldandi vinnslu í fræðslunefnd og skila nánari tillögum til bæjarstjórnar. 
         
5.      Vinnumálastofnun - Starfsemi V58 - 2301019
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Ívar Pálsson, lögmaður hjá Landslögum, kom inn á fundinn í gegnum Teams. 

Bókun 
Fyrir liggur tölvubréf Vinnumálastofnunar, dags. 23. desember sl., vegna málsins þar sem eftirfarandi kemur fram: 
„Líkt og við tókum fram á fundinum með ykkur þá hefur Framkvæmdasýslan / Ríkiseignir staðfest við okkur að það sé lögfræðilegt mat þeirra að aðal- og deiluskipulag meini ekki nýtingu húsnæðisins í þeim tilgangi sem ætlaður er af okkar hálfu. Enn fremur þá ítreka ég það sem kom fram að þetta er eina húsnæðið sem er fast í hendi í dag til þess að mæta brýnni húsnæðisþörf Vinnumálastofnunar vegna búsetu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það liggur fyrir að stofnunin þarf að afla um 500 rýma á fyrstu tveimur til fjórum mánuðum næsta árs til að mæta fyrirséðri aukningu í fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd og til að koma í stað þess húsnæðis sem ekki fæst framlengd leiga á í upphafi næsta árs. 
Vinnumálastofnun er því nauðsyn, í þeirri þröngu stöðu sem nú er uppi, að taka húsnæðið í notkun í upphafi næsta árs þrátt fyrir afstöðu bæjarstjórnar. 
Vinnumálastofnun mun leggja áherslu á að sá hópur umsækjenda sem búsettur verður í sveitarfélaginu setji sem minnst álag á félagslega innviði samfélagsins enda ber stofnunin ábyrgð á að þjónusta þá meðan þeir bíða úrlausnar á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun. Stofnunin mun, til þess að gera sitt til að tryggja að svo verði, vera með aukna viðveru starfsmanns á staðnum umfram hefðbundna viðveru í búsetuúrræðum hjá stofnuninni.“ 

Það er bæjarráði mikil vonbrigði að Vinnumálastofnun skuli ekkert hafa gert með afgreiðslu bæjarstjórnar, sem byggði á lögfræðiáliti, um að útleiga hússins fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd eða flóttamenn samræmist ekki samþykktri notkun hússins eða deiliskipulagi. 
Samkvæmt upplýsingum sveitarfélagsins mun starfsemi þegar vera hafin í húsnæðinu. 

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska upplýsinga um málið frá Vinnumálastofnun og húseiganda og skoða í kjölfarið hvort tilefni geti verið til að beita heimildum skv. 55. og 56. gr. laga um Mannvirki nr. 160 frá 2010 eða ákvæðum 54. gr. skipulagslaga nr. 123 frá 2010. 
Skipulags- og byggingarfulltrúa er einnig falið að upplýsa sýslumann og lögregluyfirvöld um að starfsemi kunni að vera hafinn þrátt fyrir að ekki rekstrarleyfi hafi ekki verið gefið út. 

Bæjarráð mun óska eftir fundi með Vinnumálastofnun í lok vikunnar til að fara yfir málið. 
         
6.      Snjóblásari fyrir mokstur gönguleiða - 2301022
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð 2.500.000 kr. til kaupa á snjóblásara til að ryðja gönguleiðir í Grindavík. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
         
7.      Bílastæði við leikskólann Krók - 2301020
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. 

         
8.      Leikskólinn Laut - stytting vinnuviku, vinnufyrirkomulag - 2301024
    Launafulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram samkomulag um styttingu vinnuviku í leikskólanum laut fyrir tímabilið 1. janúar 2023 til sumarlokunar nú í ár. 

Bæjarráð samþykkir samhljóða vinnufyrirkomulagið. 
         
9.      Sorphirða í Grindavík - 2301021
    Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra Kölku, dags. 9. janúar 2023, þar sem farið er yfir tafir á söfnun á úrgangi frá heimilum í lok desember 2022 og byrjun janúar 2023.
         
10.      Jarðvinna á lóðamörkum Hafnargötu 24 og 26. - 2205001
    Málinu var frestað á bæjarráðsfundi 6. des og óskað eftir frekari gögnum. 

Bæjarráð hafnar erindinu.
         
11.      Uppbygging lóðar við Hafnargötu - 2212007
    Bæjarráð tók málið fyrir á fundi þann 6. desember sl. og óskaði eftir nánari upplýsingum frá þeim aðilum sem sýnt höfðu áhuga á uppbyggingu lóðarinnar. 

Skúli Lórenz Tryggvasson mætti til fundarins undir þessu máli og gerði grein fyrir hugmyndum sínum varðandi uppbyggingu lóðarinnar. 

Bæjarráð getur ekki að svo stöddu tekið afstöðu til þeirra hugmynda sem snúa að uppbyggingu lóðarinnar heldur vísar málinu í vinnslu miðbæjarskipulags. 

Fundarhlé tekið kl. 18:20 - 18:45 

Bókun frá fulltrúa M-lista 
Við undrumst vinnubrögð meirihlutans þar sem auglýst var eftir áhugasömum einstaklingum vegna lóðar á Hafnargötu til móts við húsnæði sem áður hét Hælsvík. 
Málsatvik eru þau að til okkar leitaði áhugasamur einstaklingur um uppbyggingu á lóðinni. Vel var tekið í erindið og ákveðið að til þess að gæta jafnræðis yrði lôðin auglýst til að gefa öðrum kost á að sækjast eftir henni líkt og gert var þegar úthlutað var lóðinni þar sem Harbour View húsin standa. 
Tvær umsóknir bárust þar sem einstaklingar lýstu yfir áhuga á lóðinni á Hafnargötunni til uppbyggingar. 
Bæjarráð ákvað að auglýsa lóðina og kveikja þannig áhuga hjà fleirum þrátt fyrir að legið hafi fyrir að fara ætti í miðbæjarskipulag þarna á Hafnargötunni. Núna hafnar meirihlutinn þessum umsóknum á þeirri forsendu að miðbæjarskipulag sé í gangi. 
Spurning hvort meirihluti bæjarráðs sé í manngreiningaráliti við þessa ákvörðun þar sem ákveðið var að auglýsa lóðina þrátt fyrir að miðbæjarskipulag hafi þá þegar staðið fyrir dyrum. 
                                 Fulltrúi M-lista 

Fundarhlé tekið kl. 18:50 - 19:10 

Bókun meirihluta B, D og U. 
Upphaf málsins er að einn aðili sýndi lóðinni, sem skilgreind er í skipulagi grænt svæði, áhuga og óskaði eftir að fá hana. Í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um mögulega uppbyggingu á umræddri lóð. Lóðin er skilgreind sem grænt svæði og hefur ekki verið til úthlutunar hjá Grindavíkurbæ. Tveir aðilar sýndu lóðinni áhuga og bauð bæjarráð þeim að koma á fund og gera grein fyrir hugmyndum að uppbyggingu á reitnum. Einnig bárust athugasemdir eftir að auglýsing var birt hvort bærinn væri að fara á skjön með sín áform með tilliti til fyrirhugaðs miðbæjarskipulags. 
Samkvæmt fundargerð bæjarráðs þann 20. desember samþykkti bæjarráð beiðni sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að leggja 15 milljónir í undirbúning og vinnu við miðbæjarskipulag. Meirihlutinn telur að þessi reitur eigi að falla inn í það skipulag. Ákörðun meirihlutans byggir því á þeim faglegum rökum og heildarsýn svæðisins. Það að bæjarfulltrúi Miðflokksins spyrji hvort ákvarðanir meirihlutans séu byggðar á manngreiningaráliti þá eru rökin hér að ofan því til staðfestingar að svo er ekki. 
                               Meirihluti B-, D- og U-lista. 
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bćjarráđ / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bćjarráđ

Innviđanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviđanefnd

Bćjarráđ / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bćjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviđanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bćjarráđ / 22. október 2024

Fundur 1668

Bćjarráđ / 8. október 2024

Fundur 1667

Bćjarráđ / 17. september 2024

Fundur 1666

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

  • Fréttir
  • 3. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

  • Fréttir
  • 2. desember 2024