112. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 9. janúar 2023 og hófst hann kl. 16:15.
Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
1. Víkurbraut 25 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2211028
Fulltrúar Milu mættu til fundarins til að ræða byggingarleyfisumsóknina og fjarskiptamál fyrirtækisins í Grindavík. Þá sátu Helga Dís Jakobsdóttir og Hallfríður Hólmgrímsdóttir fundinn undir dagskrárliðnum.
Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að vinna málið aftur meðal annars til þess að skoða aðra staðsetningu t.d. nær hafnarsvæðinu.
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi - sjóvarnir 2023 - 2301011
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við sjóvarnir í Grindavík fyrir eftirfarandi verk:
- Sjóvörn sunnan Grindavíkurhafnar, styrking og hækkun.
- Sjóvörn við Litlubót, endurbygging og hækkun.
- Sjóvörn við golfvöll, styrking og hækkun.
- Sjóvörn vestan Gerðistangi, framlenging.
Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkur. Skiplagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfisins með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfisstofnunar.
3. Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087
Staðan á deiliskipulaginu lögð fram til umræðu.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði kynnt á íbúafundi í febrúar.
4. Hönnun sundlaugarsvæðis og aðliggjandi mannvirkja - 2210067
Staðan á frumhönnunin lögð fram til upplýsinga. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum í febrúar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.