Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun - aukafundur

  • Fréttir
  • 2. janúar 2023

536. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 3. janúar 2023 og hefst kl. 16:00.

Dagskrá:

Almenn mál
1. 2212059 - Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur

Á 535. fundi bæjarstjórnar þann 27. desember sl. var samþykkt að vísa neðangreindum tillögum til síðari umræðu í bæjarstjórn: 

1. Tillaga að breytingu á 4. tl. undir B-lið 1. mgr. 48. gr. er svohljóðandi: 
4. Félagsmálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félagsmálanefnd fer með öldrunarmál skv. 7. gr. laga nr. 125/1999, jafnréttismál skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, málefni fatlaðs fólks skv. lögum nr. 38/2018, húsnæðismál skv. 6. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og yfirstjórn barnaverndarþjónustu skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002, ásamt öðrum þeim verkefnum sem nefndinni eru falin með erindisbréfi. 

2. Tillaga að nýjum tölulið (nr. 8) undir C-lið 1. mgr. 48. gr. er svohljóðandi: 
8. Umdæmisráð barnaverndar. Grindavíkurbær stendur sameiginlega að umdæmisráði barnaverndar í samstarfi við önnur sveitarfélög samkvæmt samningi þar um, í samræmi við 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. síðari breytingar. Bæjarstjórn kýs einn fulltrúa sveitarfélagsins í valnefnd til fimm ára sem annast skipan umdæmisráðs skv. 2. gr. samningsins.

3. Tillaga að nýjum viðauka, nr. 2.1., í Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar, um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Grindavíkur.

2. 2212075 - Innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs
Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar kemur fram að um áramótin taki gildi lagabreytingar þar sem sveitarfélögum er gert að koma því þannig fyrir að innheimta verði sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs og að fast gjald skuli takmarkast við 50% til ársins 2025 og 25% eftir það. Þessar breytingar þýða að flest sveitarfélög þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi. Sveitarfélög þurfa að taka skref frá því að nota kerfi sem reiknar og innheimtir fast gjald, í að nota kerfi sem er sniðið að því magni og tegund úrgangs sem hver og einn lætur frá sér.

3. 2212074 - Lokanir á Grindavíkurvegi vegna ófærðar
Málið er sett á dagskrá að beiðni Hallfríðar Hólmgrímsdóttur bæjarfulltrúa.

 

30.12.2022
Fannar Jónasson, bæjarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 29. febrúar 2024

Pistill bćjarstjórnar

Fréttir / 28. febrúar 2024

Úrrćđi fyrir rekstrarađila í Grindavík 

Fréttir / 22. febrúar 2024

Grindavíkurvegur opinn

Fréttir / 19. febrúar 2024

Dagskrá íbúafundarins í dag

Fréttir / 16. febrúar 2024

Frá Fannari bćjarstjóra

Fréttir / 15. febrúar 2024

Skipulagiđ fyrir 16. febrúar