Snjómokstur yfir áramótin

  • Fréttir
  • 30. desember 2022

Spáð er töluverðri úrkomu aðfaranótt gamlársdags og fram eftir morgni.
Samhliða er gulviðvörun á okkar svæði, því má búast við þegar snjór fellur á freðna jörð fari að skafa þegar vindur fer að blása.
Samkvæmt spá fer að blása upp seint á gamlársdagskvöld.

Snjómokstur mun því hefjast kl 06:00 gamlársdagsmorgun og fram eftir morgni. Endurmetið veður þörfin á snjómokstri um miðjan dag og hreinsað ef til þess kemur.
Snjómokstri veður hætt síðasta lagi kl 18:00 á gamlársdag til að snjómokstursmenn geti átt stund með fjölskyldum sínum yfir áramótin, hafa þeir unnið hörðum höndum frá því fyrir jól og er komandi helgi þriðja helgin í röð sem snjóar mikið.
Búast má við þegar fer að blása að færð fari að spillast á gamlárskvöld og íbúar beðnir að fara varlega rétt yfir áramótin.
Nýársdagur mun sjómokstur hefjast aftur kl 07:00 ef þess þarf.

Ekki er að sjá að hitatölur hækki á næstu dögum, nema stutta stund, og því munum við halda áfram hreinsun gatna og göngustíga og veður áhersla lögð á svæðin í kringum grunnskólana.
Íbúar eru beðnir um að hreinsa flugeldarusls sem fellur til hjá þeim og koma í Kölku og njóta hátíðarnar saman. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. mars 2023

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Fréttir / 9. mars 2023

Ţađ vantar dreka í Grindavík

Fréttir / 6. mars 2023

Blóđbankabíllinn í Grindavík

Fréttir / 27. febrúar 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 24. febrúar 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins

Fréttir / 23. febrúar 2023

Ađalfundur Rauđa krossins á Suđurnesjum

Fréttir / 23. febrúar 2023

Bjartmar og Bergrisarnir í Gígnum

Fréttir / 20. febrúar 2023

Salsa í kvöld í Kvikunni