Grindavíkurhöfn leitar ađ hafnsögumanni/skipstjóra til starfa

  • Fréttir
  • 20. janúar 2023

Grindavíkurhöfn óskar eftir að ráða réttindamanneskju til starfa í hafnarþjónustu.

Starfið heyrir undir hafnarstjóra og meðal helstu verkefna hafnsögumanns /skipstjóra er leið- og hafnsaga skipa, skipstjórn á dráttarbát, hafnarvernd og áætlanagerðir. Einnig sinnir starfsmaður móttöku og skipulagningu skipa við bryggjur, vigtun og skráningu sjávarafla auk annarra tilfallandi starfa.

Hjá Grindavíkurhöfn starfa fjórir starfsmenn auk hafnarstjóra, höfnin er ein af stærstu bolfisklöndunarhöfnum landsins.

Um er að ræða framtíðarstarf og er starfshlutfall 100% Unnið er á vöktum.

 

Við leitum að einstakling sem:

Hefur framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum

Er álagsþolin/n

Er líkamlega heilbrigð/ur

 

Þekking sem leitað er eftir:

Skipstjórnarréttindi D (3. stig) - krafa

Slysavarnaskóli sjómanna - krafa

Góð íslensku og enskukunnátta - krafa

Almenn tölvukunnátta - krafa

Þekking á sjávarútvegi - kostur

Vélavarðaréttindi - kostur

Réttindi sem siglingarverndarfulltrúi - kostur

Löggilding vigtarmanns - kostur

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar og skulu allar umsóknir berast í gegnum umsóknarvef Grindavíkurbæjar.

Öll eru hvött til að sækja um starfið óháð kyni.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri: sigurdura@grindavik.is

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun

Fréttir / 27. mars 2024

Kalt vatn: Stađan eftir 25. mars 2024