Fundur 535

  • Bæjarstjórn
  • 28. desember 2022

535. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 27. desember 2022 og hófst hann kl. 11:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Unnar Á Magnússon, varamaður. 

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Umdæmisráð barnaverndar - Samningur - 2208150

Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, bæjarstjóri, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Hallfríður, Gunnar Már og Birgitta Hrund. 

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Samningur um umdæmisráð barnaverndar er lagður fram. Bæjarráð vísaði samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða samning um umdæmisráð barnaverndar. 

Erindi frá framkvæmdastjóra félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu um þátttöku í samstarfi umdæmisráðs barnaverndar sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Árborgar lagt fram. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að félags-og skólaþjónusta Rangárvalla-og Vestur Skaftafellssýslu taki þátt í samstarfi um umdæmisráð barnaverndar sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Árborgar, með fyrirvara um samþykki þeirra sveitarfélaga. 

2. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur  - 2212059
Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Hallfríður, Birgitta Hrund og Gunnar Már. 

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að reglum um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Grindavíkurbæjar. 

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða. 

Tillaga að breytingu á 4. tl. undir B-lið 1. mgr. 48. gr. er svohljóðandi: 4. Félagsmálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félagsmálanefnd fer með öldrunarmál skv. 7. gr. laga nr. 125/1999, jafnréttismál skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, málefni fatlaðs fólks skv. lögum nr. 38/2018, húsnæðismál skv. 6. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og yfirstjórn barnaverndarþjónustu skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002, ásamt öðrum þeim verkefnum sem nefndinni eru falin með erindisbréfi. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn. 

Tillaga að nýjum tölulið (nr. 8) undir C-lið 1. mgr. 48. gr. er svohljóðandi: 8. Umdæmisráð barnaverndar. Grindavíkurbær stendur sameiginlega að umdæmisráði barnaverndar í samstarfi við önnur sveitarfélög samkvæmt samningi þar um, í samræmi við 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. síðari breytingar. Bæjarstjórn kýs einn fulltrúa sveitarfélagsins í valnefnd til fimm ára sem annast skipan umdæmisráðs skv. 2. gr. samningsins. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn. 

Tillaga að nýjum viðauka, nr. 2.1., í Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar, um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Grindavíkur. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn. 

3. Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2023 - 2211078
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund og bæjarstjóri. 

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn samhljóða að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22 prósentustig og verði því 14,62%.

4. Kalka sorpeyðing - Söfnun úrgangs og söfnunarílát - 2211092
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Lagt fram erindi frá stjórn Kölku, dags. 22.11.2022 þar sem óskað er eftir samþykki bæjarins fyrir því að Kalka sjái um söfnun úrgagns frá heimilum vegna fjögurra úrgangsflokka í þriggja tunnu kerfi og sjái líka um fjármögnun söfnunarílátanna. 

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd

Bæjarráð / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bæjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviðanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bæjarráð / 22. október 2024

Fundur 1668

Bæjarráð / 8. október 2024

Fundur 1667

Bæjarráð / 17. september 2024

Fundur 1666

Bæjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577