Fundur 1631

  • Bćjarráđ
  • 21. desember 2022

1631. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 20. desember 2022 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskar formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 11. mál: Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur -2212059. 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. Uppbygging lóðar við Hafnargötu - 2212007
Bæjarráð tók málið fyrir á fundi þann 6. desember sl. og óskaði eftir nánari upplýsingum frá þeim aðilum sem sýnt höfðu áhuga á uppbyggingu lóðarinnar. 

Eftirfarandi aðilar mættu til fundarins og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum varðandi uppbyggingu lóðarinnar. 

Kári Guðmundsson mætti kl. 15:05 - 15:15 

Að teknu tilliti til aðstæðna veðurs og færðar frestar bæjarráð málinu þar sem aðrir áhugasamir gátu ekki mætt á fundinn. 

2. Kalka sorpeyðing - Söfnun úrgangs og söfnunarílát - 2211092
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum Teams. 

Einnig mættu til fundarins Gunnar Dofri Ólafsson og Freyr Eyjólfsson, frá Sorpu bs í gegnum Teams og kynntu þeir hugmyndir Sorpu um fyrirkomulag sorphirðu vegna nýrra laga um flokkun sorps við heimili. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þriggja tunnu kerfi. Við bætist 1 tvískipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænt.

3. Víkurbraut 58 - Leyfisveitingar - 2210064
Ívar Pálsson, lögmaður hjá Landslögum, sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum Teams. 

Bæjarráð Grindavíkur gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir hóteli að Víkurbraut 58, í samræmi við umsókn, svo fremi sem fyrir liggi jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, slökkviliðsstjóra og að byggingarfulltrúi staðfesti að lokaúttekt hafi farið fram. Bæjarráð bendir þó á að starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits, sem veitt var þann 8. desember sl., gildir bara í eitt ár þ.e. til 8. desember 2023 vegna myglu sem kom upp í húsnæðinu. 

Að gefnu tilefni telur bæjarráð rétt að árétta að í afgreiðslu bæjarráðs felst ekki heimild til þess að reka í húsnæðinu starfsemi eða útleigu húsnæðis fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd eða flóttamenn. Slík starfsemi samræmist að mati bæjarráðs ekki samþykkri notkun hússins og er í andstöðu við landnotkun skv. aðal- og deiliskipulagi. 

4. Deiliskipulag miðbæjar í Grindavík - 2211017
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Skipulagsfulltrúi óskar eftir að bæjarráð taki til umræðu miðbæjarskipulag Grindavíkurbæjar. 

Bæjarráð tekur vel í hugmyndina og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

5. Umferðaröryggismál í Grindavík - 2103082
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Drög að stefnu Grindavíkurbæjar í umferðaröryggismálum lögð fram í kjölfar umfjöllunar í skipulagsnefnd eftir umsagnir frá Lögreglunni á Suðurnesjum, Samgöngustofu og Vegagerðinni. 

Lagðar fram umsagnir Vegagerðarinnar og lögreglustjórans á Suðurnesjum. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kynna drögin á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

6. Grindavík Frumathugun nýir garðar - 2212035
Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram skýrsla frá Vegagerðinni, dags. nóvember 2022, vegna frumathugunar á ytri skjólgörðum og breytingum á hafnarskipulagi.

7. Umdæmisráð barnaverndar - Samningur - 2208150
Samningur um umdæmisráð barnaverndar er lagður fram. 

Bæjarráð vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn.

8. Bókfærður kostnaður vegna náttúruvár 2020-2022 - 2212033
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 08.12.2022, um kostnað Grindavíkurbæjar vegna náttúruvár.

9. Samtaka um hringrásarhagkerfið - 2203052
Lögð fram greinargerð, dags. október 2022, sem tengist átakinu Samtaka um hringrásarhagkerfið. Greinargerðin varðar svæðisáætlanir sveitarfélaga um meðhöndlun úrgangs og er unnin af Environice sem hefur verið ráðgjafi Sambands íslenskra sveitarfélaga í svæðisáætlanahluta átaksins.

10. Okkar heimur - Samfélagsleg þjónusta - 2212038
Helstu verkefni Okkar heims eru að miðla fræðslu til barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Samtökin óska eftir fjárhagslegum stuðningi við starfsemina að fjárhæð 400.000 kr. 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur - 2212059
Drög að Samþykktum um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Grindavíkur lögð fram. 

Bæjarráð vísar samþykktinni til samþykktar í bæjarstjórn.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Nýjustu fréttir

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

  • Fréttir
  • 10. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

  • Fréttir
  • 8. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

  • Fréttir
  • 4. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

  • Fréttir
  • 3. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

  • Fréttir
  • 2. september 2024