Fundur 534

  • Bćjarstjórn
  • 14. desember 2022

534. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 13. desember 2022 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður.Gunnar Már Gunnarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Unnar Á Magnússon, varamaður.

Einnig sat fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 10. mál: Aðalskipulagsbreyting í Reykjanesbæ Vinnslutillaga ósk um umsögn - 2211073. 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. Kjarasamningsumboð - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2211068
Til máls tók: Ásrún. 

Sveitarfélögin veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamninga vegna hvers og eins stéttarfélags sem starfsmenn þess eiga aðild að. Endurnýja þarf kjarasamningsumboð til samræmis við núverandi stöðu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd við tilgreind stéttarfélög. 

Jafnframt er bæjarstjóra falið að rita undir samkomulag um kjarasamningsumboð.

2. Breyting á starfsmannastefnu - Heilsuefling - 2212017
Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu á heilsueflingarkafla starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar: 

Að árlegur hámarksstyrkur verði 40.000 kr. í stað 30.000 kr. og að 9. töluliður verði felldur á brott. 

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar samhljóða.

3. Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, skipulags- og þjónustugjöld - 2212002
Til máls tók: Ásrún. 

Drög að breytingum á gjaldskrá fyrir byggingar-, skipulags-, og þjónustugjöld Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar samhljóða.

4. Gjaldskrá og samþykkt fráveitu Grindavíkurbæjar - 2212001
Til máls tók: Ásrún. 

Drög að breytingum á gjaldskrá fyrir fráveitu Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar samhljóða.

5. Breyting á gjaldskrá um sorpgjöld og sorphirðu í Grindavík - 2022 - 2211054
Til máls tók: Ásrún. 

Drög að breytingum á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Grindavíkurbæ lögð fram. 

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar samhljóða. 

6. Samþykkt um gatnagerðargjöld - tillaga að breytingu des 2022 - 2212004
Til máls tók: Ásrún. 

Drög að breytingum á samþykkt um gatnagerðargjöld í Grindavík lögð fram. 

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar samhljóða. 

7. Reglur um lóðarúthlutanir - tillaga að breytingu des 2022 - 2212003
Til máls tók: Ásrún. 

Drög að breytingum á reglum um lóðarúthlutanir í Grindavík lögð fram. 

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar samhljóða.

8. Gjaldskrá vatnsveitu Grindavíkurbæjar - 2211075
Til máls tók: Ásrún. 

Drög að breytingum á gjaldskrá fyrir vatnsveitu Grindavíkurbæjar lögð fram. 

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar samhljóða.

9. Kalka sorpeyðing - Söfnun úrgangs og söfnunarílát - 2211092
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Hjálmar. 

Lagt fram erindi frá Kölku, dags. 22.11.2022 þar sem óskað er eftir samþykki bæjarins að Kalka sjái um söfnun úrgagns frá heimilum vegna fjögurra úrgangsflokka og sjái líka um fjármögnun söfnunarílátanna. 

Vegna nýrra upplýsinga varðandi mögulegan fjölda af tunnum er lagt til að fresta málinu og taka það upp til umræðu á næsta fundi bæjarráðs. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu.

10. Aðalskipulagsbreyting í Reykjanesbæ Vinnslutillaga ósk um umsögn - 2211073
Til máls tók: Ásrún. 

Reykjanesbær óskar umsagnar við vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar á Reykjanesi. Breytingin varða stækkun á iðnaðarsvæði i5 og aukning á byggingarmagni. Gert er ráð fyrir uppbyggingu fiskeldis á svæðinu. 

Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum þann 5.12.2022 og gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna og vísaði afgreiðslu málsins til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bókun skipulagsnefndar.

11. Fundargerðir 2022 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2210059
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hjálmar, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Fundargerð svæðisskipulags Suðurnesja nr. 29, dags. 10.03.2022 er lögð fram til kynningar. 

12. Fundargerðir 2022 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2210059
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður. 

Fundargerð svæðisskipulags Suðurnesja nr. 30, dags. 07.04.2022 er lögð fram til kynningar. 

13. Fundargerðir 2022 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2210059
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hallfríður, bæjarstjóri og Hjálmar. 

Fundargerð svæðisskipulags Suðurnesja nr. 31, dags. 06.10.2022 er lögð fram til kynningar. 

14. Fundargerðir 2022 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2210059
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Fundargerð svæðisskipulags Suðurnesja nr. 32, dags. 10.11.2022 er lögð fram til kynningar. 

15. Bæjarráð Grindavíkur - 1630 - 2212002F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16. Skipulagsnefnd - 110 - 2212001
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Rán, Unnar, Birgitta Hrund og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17. Frístunda- og menningarnefnd - 121 - 2212005F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Birgitta Hrund. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134

Frćđslunefnd / 29. júní 2023

Fundur 133

Frćđslunefnd / 7. júní 2023

Fundur 132

Bćjarráđ / 17. október 2023

Fundur 1656

Bćjarráđ / 24. október 2023

Fundur 1657

Öldungaráđ / 13. febrúar 2023

Fundur 15

Skipulagsnefnd / 2. október 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 10. október 2023

Fundur 1655

Bćjarráđ / 3. október 2023

Fundur 1654

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. september 2023

77.fundur

Bćjarstjórn / 26. september 2023

Fundur 543

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651