Fundur 14

  • Öldungaráð
  • 13. desember 2022

14.fundur í Öldungaráði Grindavíkurbæjar , haldinn í stóra sal bæjarskrifstofu Grindavíkur, þriðjudaginn 22.nóv. 2022 kl. 14:30

Fundinn sátu: Sæmundur Halldórsson, Helgi Einarsson, Fanný Laustsen, Ingibjörg Þórðardóttir, Klara Bjarnadóttir, Ólafur Þór Þorgeirsson, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Ólafur Sigurðsson og Margrét Gísladóttir formaður Félags eldri borgara.
Fundagerð ritaði: Klara Bjarnadóttir

Dagskrá
Sæmundur kynnti dagsskrá en kl.15:00 mun bæjarráð koma á fundinn og ræða á matseld/eldhús í Víðihlíð.
Samþykkt öldungaráðs var lesin upp til kynningar þar sem margir varamenn voru á fundinum.

1.    Kynning á Öldungaráði
Öldungaráð var sammála því að kynna þyrfti ráðið betur fyrir eldri borgurum og láta vita að hægt er að koma ábendingum til ráðsins. 
Samþykkt var að setja saman smá efni og fá Grindavíkurbæ til að búa til blöðung sem hægt er að bera út til eldri borgara og hafa td í Kvikunni og á heilsugæslustöðinni.

2.    Víðihlíð – íbúðir og neyðarhnappar
Öldungaráð ræddi þann misskilning sem á sér stað en margir halda að íbúðirnar í Víðihlíð séu þjónustuíbúðir en það er ekki rétt, þær eru sjálfseignaríbúðir.
Eftir kl.16:00 er ekkert starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í Víðihlíð. 
Heimahjúkrun á vegum HSS er til kl. 22:00
Öryggishnappurinn var ræddur en allir voru sammála því að það er mjög mikilvægt að hafa hann og hafa starfsfólk á staðnum sem þjónustar hann. Það starfsfólk værir á vegum Grindavíkurbæjar.
Eins og staðan er í dag þá  er hnappurinn tengdur 1-1-2 neyðarlínunni. Áður var starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar sem sinnti útkallsþjónustu á nóttunni. Á árunum 2010- 2012 var árskosnaður við þessa þjónustu kr. 280.000 – 330.000.
Eftir að Grindvíkurbær hætti að greiða fyrir þjónustuna og hún fór til neyðarlínunnar þá sinnti starfsfólk þessu aukalega en gafst fljótlega upp því það var ekki að fá greitt fyrir þessa vinnu.
Þetta þarf að skoða nánar því íbúar sjálfseignaríbúðannna verður alltaf eldra og eldra.
Öldungaráð telur öryggishnappinn mun öruggari þegar hann hringir hjá starfsfólki sem fer strax af stað og aðstoðar.

3.    Bæjarráð – spurningar og svör um Víðihlíð
Bæjarráð kom inná fundinn. Fundinn sátu : Ásrún Kristinsdóttir, Birgitta Káradóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, Helga Dís Jakobsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Hallfríður Hólmgrímsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson.
Eldhús sem notað er í Víðihlíð er í eigu HSS en Grindavíkurbær leigir aðstöðuna.
Maturinn er eldaður í Keflavík og keyrt til Grindavíkur. 
Í væntanlegri byggingu mun verða nýtt eldhús. Best er að hafa fullbúið eldhús, framleiðslueldhús en ekki bara móttöku eldhús (móttaka á mat).
Fullreynt eða má gera betur?
HSS segir að þetta sé fullreynt.  HSS fer í útboð og Grindavíkurbær hefur reynt að breyta þessu en ekkert gengið.
Það vantar mat á kvöldin og um helgar. Víst er að með tilkomu nýs eldhúss þá mun maturinn áfram koma frá Keflavík.
Rætt var um útboð á mat fyrir skólann en vonir voru til að heimamenn myndu bjóða í pakkann. Það var ekki því kröfurnar eru miklar. 
Bent var á að Öldungaráð gæti sent fyrirspurn til HSS og fengið svar beint frá þeim.
Læknaþjónusta fyrir Grindavíkurbæ var rædd og allir sammála um að hana má bæta.  Ekki er boðlegt að á sumrin er ekki boðið uppá blóðprufu í Grindavík. Fara þarf til Keflavíkur í blóðprufu en ekki eru allir með afnot af bíl.
Öldungaráð endaði fundinn á miklum hrósum þar sem var hrósað Grindavíkurbæ fyrir afnot af kvikunni þar sem eldri borgarar hittast vikulega í kaffi og bakkelsi. Mikil gleði er að fá líf í húsið á ný.
Einnig gleðst Öldungarráð yfir því að allt se farið af stað með nýja byggingu við Víðihlíð. Því ber að fagna.
Öldungaráð fer af fundi með bæjarráði og heldur áfram umræðum.

4.    Málþing eldri borgara
Hugmynd kom um málþing í Grindavík þar sem rædd verða mál eldri borgara. Hugmyndin kom frá Selfossi en þar koma að þinginu, Öldungaráð, Félag eldriborgara og Selfossbær.
Öldungaráð stefnir að því að halda lítið málþing í janúar/febrúar.
Hvað má fara betur ? Hverju er ábótavant? Hvað er gott og hverju má hrósa?
Það sárlega vantar upplýsingar og betra aðgengi um rétt eldri borgara.
Hvernig á að athafna sig ?
Heilsugæslan er með verkefni í gangi fyrir eldri borgara en ekki vita allir af því.
Kynna þarf það verkefni vel.

5.    Önnur mál
A). Öldungaráði barst bréf frá stjórn Félagi eldri borgara í Grindavík varðandi aðstöðu og tómstundir eldri borgara.
Bókun : Öldungaráð samþykkir að senda erindið áfram til Eggerts sólberg og vonast eftir góðri lausn.
B). Öldungaráð vill kanna hvort að haft hafi verið samband við DAS í sambandi við íbúðir í Grindavík. Íbúðir af öllum stærðum og gerðum.
Bókun:  Öldungaráð leggur til við bæjarráð að kannaður verði áhugi DAS á að koma nálægt íbúðum sem byggðar verða í Grindavík.

 

Fundi slitið kl. 16:20
 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd