Nemendur á yngsta- og miðstigi í Grunnskóla Grindavíkur fengu góða heimsókn á fimmtudag þegar rithöfundurinn Gunnar Helgason kom í heimsókn og las upp úr nýjustu bók sinni, "Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að ljúga".
Bókin er framhald af metsölubókinni "Bannað að eyðileggja" sem kom út í fyrra. Gunnar spjallaði við krakkana, ræddi persónur úr bókinni og skemmtileg atvik. Óhætt er að segja að heimsóknin hafi vakið lukku því krakkarnir hlustuðu af mikilli athygli og tóku einnig þátt þegar þess var óskað.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá heimsókn Gunnar í Hópsskóla þar sem hann hitti nemendur í 3. og 4.bekk.