Fundur 109

  • Skipulagsnefnd
  • 22. nóvember 2022

109. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 21. nóvember 2022 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Harbour view fyrirhuguð stækkun - 2211025
    Fulltrúar 240 ehf. sátu fundinn undir dagskrárliðnum og fóru yfir framtíðarsýn þeirra vegna fyrirhugaðrar stækkunar Harbour View. 

Máli frestað. Málsaðili mun koma til fundar við skipulagsnefnd síðar. 
         
2.      Deiliskipulag miðbæjar í Grindavík - 2211017
    Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir hugmyndir að því hvernig hægt er að standa að skipulagi miðbæjar í Grindavík. 

Skipulagsnefnd tekur vel í að setja miðbæjarskipulag í samkeppni og óskar eftir því við bæjarráð að verkefnið verði tekið til umræðu við fjárhagsáætlun næsta árs. 
         
3.      Óveruleg breyting á aðalskipulagi fyrir iðnaðarsvæði i7. - 2211052
    Óveruleg breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 vegna iðnaðarsvæðisins i7 lögð fram. 

Breytingin er gerð vegna þess að við vinnslu endurskoðaðs aðalskipulags 2018-2032, láðist að færa inn breytingar sem áður höfðu verið gerðar á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 fyrir iðnaðarsvæði i7. Í gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar segir meðal annars í kafla 3.4 um helstu breytingar frá eldra skipulagi: 

- Iðnaðarsvæði i7 stækkað - staðfest í maí 2016 

Deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið sem byggir á aðalskipulagsbreytingunni frá 2016. Skipulagsnefnd samþykkir að farið verði með skipulagstillöguna í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010. 

Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         

4.      Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032, íbúðarsvæði við ÍB3 (Laut). - 2209090
    Svarbréf frá Skipulagsstofnun vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulaginu við Laut lagt fram. Skipulagsstofnun hafnar því að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega. 

Vinnslutillaga aðalskipulasgbreytingar fyrir ÍB3 vegna þéttingar byggðar í Laut lögð fram. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
5.      Víkurbraut 25 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2211028
    Mila sækir um byggingarleyfi fyrir stálmastur við Víkurbraut 25. Um er að ræða 18 m hátt mastur ásamt fjarskiptabúnaði við tækjarými fyrirtækisins að Víkurbraut 25. Staðsetning er að vestaverðu við tækjarýmið um 2 m frá húshlið. Tilgangur mastursins er að hýsa fjarskiptabúnað sem verður aðstaða fyrir farsímafyrirtæki til að efla og bæta farsímaþjónustu fyrir íbúa og gesti Grindavíkur. Mastrið er sjálfberandi stálmastur sem er boltað fast í steinsteypta undirstöðu. Undirstaða masturs er að mestu leiti neðanjarðar. 

Lóðin við Víkurbraut 25 er á svæði merktu S4 í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Svæðið er ætlað undir samfélagsþjónustu m.a. fyrir stofnanir eða fyrirtæki sem veita almenna þjónustu við samfélagið. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. 

Skipulagsnefnd óskar eftir frekari kynningu á áformunum. Sviðsstjóra er falið að boða umsækjanda á fund skipulagsnefndar. 
         
6.      Staður laxeldisstöð - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2210046
    Samherji sækir um byggingarleyfi fyrir Seiðahúsi við Laxeldisstöðina Stað vestan Grindavíkur. Byggingin er staðsteypt með yleiningar á þaki. Stærð er 2.743,1 m2. Umsækjandi tekur fram í umsókn sinni að umsóknin er ekki í samræmi við skipulag þ.e. ca 250 m2 af byggingunni fara út fyrir byggingarreit. 

Skipulagsnefnd hafnar umsókninni. Áformin eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. 

Skipulagsnefnd beinir því til umsækjanda að senda inn tillögu að breyttu deiliskipulagi til nefndarinnar. 
         

7.      Beiðni um umsögn um umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita á Reykjanesi - 2211013
    Orkustofnun óskar eftir umsögn Grindavíkurbæjar við umsóknar HS Orku um nýtingarleyfi á jarðhita á Reykjanesi. 

Grindavíkurbær gerir ráð fyrir því að sérfræðistofnanir og eftirlitsaðilar fari yfir tæknileg atriði og áhrif á nýtingu jarðhitageymisins í sínum umsögnum. 

Umsókn um uppfært nýtingarleyfi Reykjanesvirkjunar er innan þeirra marka sem gert er ráð fyrir í skipulagi sveitarfélagsins og því gerir Grindavíkurbær engar athugasemdir við umsóknina. 

Í umsókninni eru engar upplýsingar um mögulegar framkvæmdir eða breytingar sem kunna að fylgja í kjölfarið og vekur Grindavíkurbær athygli á að allar breytingar og nýframkvæmdir þurfa að vera í samræmi við greinargerð og uppdrætti aðal- og deiliskipulags. Sveitarfélagið veitir jafnframt framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum og byggingarleyfi fyrir breytingum og byggingu nýrra mannvirkja. 

Erindinu er vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
8.      Fundur Grindavíkurbæjar með Vegagerðinni 4. nóvember 2022 - 2211039
    Fundargerð eftir fund Grindavíkurbæjar með Vegagerðinni þann 4. nóvember 2022 lögð fram.
         
9.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 67 - 2211013F 
    Fundargerð afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála nr. 67 lögð fram.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.
 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd

Bæjarráð / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bæjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviðanefnd / 10. október 2024

Fundur 1

Samfélagsnefnd / 16. október 2024

Fundur 1

Bæjarráð / 22. október 2024

Fundur 1668

Bæjarráð / 8. október 2024

Fundur 1667

Bæjarráð / 17. september 2024

Fundur 1666

Bæjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577