Laus er til umsóknar staða talmeinafræðings hjá skólaþjónustu Grindavíkurbæjar. Um er að ræða 60% starfshlutfall.
Helstu verkefni og ábyrgð
Annast greiningu og ráðgjöf vegna málþroskavanda barna í skólum
Veitir foreldrum og starfsmönnum skóla fræðslu og ráðgjöf
Tekur þátt í þverfaglegri vinnu
Kemur að móttöku barna með annað tungumál
Sinnir talþjálfun barna skv. samkomulagi Velferðarráðuneytis og sveitarfélaga
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi sem talmeinafræðingur. Einnig kemur til greina að ráða umsækjanda með meistarapróf í talmeinafræði sem hefur ekki lokið handleiðslu til löggildingar.
Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
Færni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og skipulagshæfni
Hæfni til að sinna fræðslu og ráðgjöf til foreldra- og starfsmannahópa
Umsóknarfrestur er til og með 28.11.2022
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Lilja Birgisdóttir, deildarstjóri Skólaskrifstofu Grindavíkurbæjar í síma 420-1100 eða í tölvupósti á netfangið johannalilja@grindavik.is.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknum skal fylgja kynningarbréf og starfsferilskrá.