Öll velkomnin á Virkniţing Suđurnesja

  • Fréttir
  • 8. nóvember 2022

Virkniþing er hátíð þar sem framboð á fjölbreyttri afþreyingu, virkniúrræðum og iðju fyrir fullorðið fólk á Suðurnesjum er kynnt með skemmtilegum hætti. 

Yfir 30 félagasamtök, starfsstöðvar ríkis og sveitarfélaga, einkafyrirtæki og aðrir munu kynna sína starfsemi. 

Hljómahöllin verður opin fyrir gestum og gangandi sem mun gefast tækifæri til þess að ganga um salinn og kynna sér frábært framboð á starfi fyrir fullorðna á Suðurnesjum. 

Kaffiveitingar verða í boði, skemmtiatriði á sviði inn á milli yfir daginn og létt stemning í salnum. 

Virkniþingsstjóri verður Hallbjörn Valger Rúnarsson, þroskaþjálfi og deildarstjóri á atvinnu- og virknisviði Sólheima, oft þekktur sem Halli Valli, Sandgerðingur og söngvari pönksveitarinnar Ælu. 

Virkniþingið er öllum opið og eru öll hvött til þess að mæta. 

 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 30. janúar 2023

Appelsínugul viđvörun

Fréttir / 27. janúar 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins

Fréttir / 13. janúar 2023

Tilkynning frá Kölku varđandi sorphirđu

Fréttir / 3. janúar 2023

Ţrettándagleđi í Grindavik 2023

Fréttir / 2. janúar 2023

Rafmagnslaust viđ Austurveg

Fréttir / 30. desember 2022

Íţróttamannvirkin lokuđ um helgina

Fréttir / 30. desember 2022

Snjómokstur yfir áramótin