Fundur 108

  • Skipulagsnefnd
  • 8. nóvember 2022

108. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 7. nóvember 2022 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Gunnar Már Gunnarsson, varamaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.


Dagskrá:

1.      Lóðarleigusamningur vegna módúlbygginga - 2211007
    Íris Gunnarsdóttir, lögfræðingur skipulags- og umhverfissviðs, sat fundinn undir dagskrárliðnum. 

Tölvupóstur frá Laufás ehf. lagður fram vegna fyrirspurnar um að gerðar verði breytingar á reglum um hvernær lóðarleigusamningar eru gerðir vegna módulbygginga. 

Lóðarúthlutunarreglur Grindavíkurbæjar eru sambærilegar og hjá öðrum sveitarfélögum. Sömu reglur skulu gilda um allar gerðir bygginga. Reglur sveitarfélagsins um gerð lóðarleigusamninga samkvæmt 5.gr. reglna um lóðarúthlutanir í Grindavíkurbæ veitir sveitarfélaginu ákveðna tryggingu sem skipulagsnefnd vill ekki breyta að svo stöddu. 
        
2.      Deiliskipulag miðbæjar í Grindavík - 2211017
    Deiliskipulag miðbæjar í Grindavík til umræðu. 

Skipulagsfulltrúa falið að skoða með hvaða hætti væri hægt að standa að verkefninu. 
         
3.      Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087
    Málið lagt fyrir til þess að ræða hvernig staðið verði að kynningu á verkefninu. 

Skipulagsnefnd leggur til að skipulagstillagan og drög að hönnun helstu mannvirkja í kringum sundlaugarsvæðið verði kynnt íbúum á fundi. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði haldinn í desember eða janúar. 

        
4.      Hverfisskipulag í Grindavík - 2. áfangi - 2211014
    Skipulagslýsing á öðrum áfanga hverfisskipulags í Grindvík lögð fram. Hverfiskipulagið tekur til Hrauna og Vara vestan Víkurbrautar og Austan Víkurbrautar afmarkast skipulagssvæðið af Austurvegi, Mánagötu, Hafnargötu og Ægisgötu. Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðilum ásamt því að hún verði kynnt almenningi í samræmi við 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Erindinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
         
5.      Deiliskipulagsbreyting - Arnarhlíð 7 - 2209099
    Lilja Sigmarsdóttir vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. 

Á fundi skipulagsnefndar nr. 107 var málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um innkomna athugasemd frá lóðarhafa við Arnarhlíð 5. Uppfærð tillaga lögð fram þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemdar. Samþykki lóðarhafa við Arnarhlið 5 við uppfærða tillögu liggur fyrir. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
         
6.      Spóahlíð 1 - deiliskipulagsbreyting - 2210044
    Grenndarkynningu á breytingartillögu deiliskipulags fyrir Spóahlíð 1 er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
         
7.      Spóahlíð 5 og 9 - deiliskipulagsbreyting - 2210037
    Grenndarkynningu á breytingartillögu deiliskipulags fyrir Spóahlíð 5 og 9 er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er fallið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
         
8.      Glæsivellir 21a - breyting á hverfisskipulag - 2210068
    Fyrir hönd KE64 ehf. er óskað eftir breytingu á hverfisskipulagi sem felst í stækkun byggingarreits á Glæsivöllum 21a til norðausturs að Glæsivöllum 19b. Með stækkuninni er gert ráð fyrir viðbyggingu við íbúðarhús. Stækkun verður 2,3m í norðaustur og 12,7m samsíða gafli húss. Nýtingarhlutfall lóðar mun aukast í 0,38. 

Skipulagnefnd heimilar umsækjenda að fara í umbeðna hverfisskipulagsbreytingu og að það verði gert í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Glæsivelli 13, 19b og 21b og Ásvelli 10b. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
         
9.      Hólavellir 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2208059
    Grenndarkynningu vegna umsóknar um byggingarleyfi við Hólavelli 2 er lokið án athugasemda. 

Með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða af hálfu skipulagsnefndar. 

Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
10.      Lóuhlíð 9 - fyrirspurn vegna hæðarkóta. - 2211008
    Fyrirspyrjandi vill kanna hvort að leyfi fáist til að hækka gólfkóta á húsi Lóuhlíð 9 um 40cm. 

Fyrirspyrjandi hefur dregið fyrirspurnina til baka. 
         
11.      Áætlun um loftgæði 2022-2033 - Drög til haghafa - 2211015
    Drög að áætlun um loftgæði 2022-2023 frá Umhverfisstofnun lögð fram. 

         
12.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 66 - 2210010F 
    Fundargerð afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála nr. 66 lögð fram til upplýsinga.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134