Fundur 119

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 6. október 2022

119. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 5. október 2022 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu: Sigríður Etna Marinósdóttir, formaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varaformaður, Viktor Guðberg Hauksson, aðalmaður, Hulda Kristín Smáradóttir, aðalmaður, Petra Rós Ólafsdóttir, varamaður og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði:  Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá:

1.      Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og framkvæmdastjóri UMFG sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðis lögð fram til kynningar.

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir endurbótum á knattspyrnuvelli og nýrri lýsingu á keppnis- og æfingavöllum. Þá eru byggingareitir endurskipulagðir á svæðinu þannig að lögun og hæð skapi sem minnstan skugga og séu aðlagandi í heildarásýnd svæðisins. Einnig mun útivistargildi svæðisins aukast með nýjum göngustígum.

2.      Ástand gervigrass í Hópinu - 2209112
Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lögð fram samantekt frá fundi með úttektaraðila sem skoðaði ástand gervigrass í Hópinu. Að mati úttektaraðilans eru tvær leiðir færar til þess að bæta aðstæður til knattspyrnuiðkunar og draga úr slysahættu. Annars vegar er hægt að lengja líftíma grassins um tvö ár með viðgerðum á núverandi grasi en hins vegar skipta út grasinu.

Fulltrúar B, D og U lista hvetja bæjarráð til að setja nýtt gervigras hið fyrsta á Hópið í staðinn fyrir að fara í tímabundnar lausnir.

Fulltrúar M lista taka undir bókun fulltrúa B, D og U lista.

3.      Samanburður á æfingagjöldum íþróttafélaga - 2209142
Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Samantekt á æfingagjöldum íþróttafélaga á suðvesturhorninu lagt fram.

4.      Skil á upplýsingum vegna starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði - UMFG - 2209141
Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Innsend gögn frá aðalstjórn UMFG vegna starfsstyrks 2022 lögð fram.

Nefndin felur sviðsstjóra að hefja undirbúning að endurskoðun samstarfssamnings við UMFG sem rennur út 31. desember 2024.

5.      Skil á upplýsingum vegna starfsstyrkja á frístunda- og menningarsviði - Knattspyrnufélagið GG - 2209017
Innsend gögn frá Knattspyrnufélaginu GG vegna starfsstyrks 2022 lögð fram.

6.      Starfsstyrkir á frístunda- og menningarsviði 2023 - 2209143
Yfirlit yfir starfsstyrki á frístunda- og menningarsviði á árinu 2023 lagt fram.

Grindavíkurbær mun greiða félagasamtökum eða einstaklingum sem starfa að frístunda- og menningarmálum í sveitarfélaginu 96.400.000 kr. í styrki á árinu 2023. Til viðbótar leggur sveitarfélagið félagasamtökum til húsnæði og/eða styrkir með greiðslu fasteignagjalda.

7.      Undirskriftalisti vegna opnunartíma sundlaugar - 2210017
Lagður fram undirskriftalisti með 168 undirskriftum þar sem lagt er til að sundlaugin verði opin til kl. 21:00 um helgar yfir vetrartímann í stað kl. 16:00.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að íþróttamannvirkin verði opin til kl. 18:00 um helgar yfir vetrartímann.

8.      Aðstaða og vélakostur Golfklúbbs Grindavíkur - 2209086
Erindi frá Golfklúbbi Grindavíkur lagt fram þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á vinnuvélum og fjárfestingu á golfvelli klúbbsins.

Nefndin tekur vel í erindi klúbbsins og vísar því til umfjöllunar í bæjarráði.

9.      Ósk um styrk á móti greiðslu fasteignagjalda - 2209051
Minja- og sögufélag Grindavíkur eignaðist nýlega fasteignina Kreppu og óskar eftir styrk á móti greiðslu fasteignagjalda.

Nefndin óskar eftir áætlun frá félaginu um uppbyggingu hússins til þess að hægt sé að taka afstöðu til málsins.

10.      Þjónustugjaldskrá á frístunda- og menningarsviði 2023 - 2209138
Rætt um þjónustugjaldskrá á frístunda- og menningarsviði 2023.

Nefndin leggur til að ekki verði tekið gjald fyrir árskort á bókasafninu en þess í stað verði sektir vegna vanskila hækkaðar. Þá leggur nefndin til að börn undir 10 ára aldri og íbúar eldri en 65 ára þurfi ekki að greiða aðgangseyri í sund. Nefndin felur sviðsstjóra í samráði við forstöðumenn að leggja fram tillögu að þjónustugjaldskrá fyrir bæjarráð.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:30. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Nýjustu fréttir

Miđvikudagskaffi í Kvikunni

  • Fréttir
  • 8. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

  • Fréttir
  • 3. október 2024

Fastanefndum fćkkađ úr 5 í 2

  • Fréttir
  • 1. október 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

  • Fréttir
  • 27. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

  • Fréttir
  • 26. september 2024

Vel sótt kaffispjall međ Grindavíkurnefnd

  • Fréttir
  • 25. september 2024