Fundur 531

  • Bćjarstjórn
  • 3. október 2022

531. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 27. september 2022 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild til að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem 17. mál: 
2209136 Árshátíð starfsmanna Grindavíkurbæjar - beiðni um viðauka. 
Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1. Deiliskipulag fyrir Laut - 2106115
Til máls tók: Ásrún. 

Grindavíkurbær sendi Skipulagsstofnun deiliskipulagið við Laut til yfirferðar þann 18. júlí sl. Svarbréf frá Skipulagsstofnun barst þann 10. ágúst sl. þar sem athugasemd er gerð við að sveitarstjórn Grindavíkurbæjar birti auglýsingu um samþykki deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagstillagan er í ósamræmi við ákvæði aðalskipulags fyrir íbúðarsvæði IB3. Sviðsstjóri leggur til að brugðist verði við athugasemd Skipulagsstofnunar með því að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar og auglýsa svo aðalskipulagsbreytinguna og deiliskipulagið fyrir Laut samhliða í B-deild Stjórnartíðinda. 

Skipulagsnefnd samþykkti tillögur sviðsstjóra á 105. fundi sínum þann 5. september sl. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu sviðsstjóra og skipulagsnefndar. 

2. Óveruleg breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. - 2209090
Til máls tók: Ásrún. 

Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna á 106. fundi sínum þann 19. september sl.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 vegna þéttingar byggðar í Laut. 

Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Umsókn um framkvæmdaleyfi - Grjótnáma vestan Grindavíkur - 2209016
Til máls tók: Ásrún. 

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Grindavíkurbæ vegna grjótnámu vestan Grindavíkur. Ákvörðun um matskyldu frá Skipulagsstofnun liggur fyrir. 

Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 og er þar gerð grein fyrir framkvæmdinni og fjallað ítarlega um hana. Er því fallið frá grenndarkynningu í samræmi við 5. mgr. 13. skipulagslaga. 

Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfið á 105. fundi sínum þann 5. september og fól sviðsstjóra að gefa út framkvæmdaleyfið. 

Sviðsstjóri óskar eftir samþykki bæjarstjórnar fyrir útgáfu framkvæmdaleyfisins. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða útgáfu leyfisins.

4. Umsókn um framkvæmdaleyfi - endurnýjun stofnlagna ferskvatns og hitaveitu - 2209021
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri. 

HS orka og HS veitur sækja sameiginlega um framkvæmdaleyfi fyrir gerð lagnaskurðar og lagningu nýrra stofnlagna ferskvatns og hitaveitu, um þriggja kílómetra leið frá virkjun við Svartsengi að tengistöðum ofan bæjarstæðis Grindavíkur. 

Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 og er þar gerð grein fyrir framkvæmdinni og fjallað ítarlega um hana. Er því fallið frá grenndarkynningu í samræmi við 5. mgr. 13. skipulagslaga. 

Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfið á 105. fundi sínum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

5. Samþykkt um hænsnahald - 2108050
Til máls tóku: Ásrún og Hjálmar. 

Tillaga að samþykkt um hænsnahald í Grindavík lögð fram. 
Skipulagsnefnd hefur samþykkt samþykktina og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar, með þeirri breytingu að ekki er gerð krafa um samþykki aðliggjandi lóða. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykktina með sömu breytingu og skipulagsnefnd.

6. Ósk um heimild til ráðningar í Slökkvilið Grindavíkur - 2209056
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar og Hallfríður. 

Lögð fram beiðni um ráðningar fjögurra slökkviliðsmanna og viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til þjálfunar og búnaðar þessara slökkviliðsmanna að fjárhæð 5.548.000 kr. 

Bæjarráð samþykkti erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

7. Opnunartími ungmennahúss - 2208075
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Helga Dís. 

Ungmennahús ætlað 16-25 ára var starfandi sem tilraunaverkefni á fimmtudagskvöldum fyrri hluta árs. Samantekt forstöðumanns Þrumunnar um starfsemi ungmennahússins lögð fram. 

Bæjarráð samþykkti að verkefnið haldi áfram og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á launaliði Þrumunnar að fjárhæð 403.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

8. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205246
Til máls tók: Ásrún. 

Helga Dís vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. 

Drög að samstarfssamningi við Láru Lind Jakobsdóttur lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt samningsdrögin fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 6 atkvæðum.

9. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205244
Til máls tók: Ásrún. 

Drög að samstarfssamningi við Listvinafélag Grindavíkur lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt samningsdrögin fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

10. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205232
Til máls tók: Ásrún. 

Drög að samstarfssamningi við Pílufélag Grindavíkur lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt samningsdrögin fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

11. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2205104
Til máls tók: Ásrún. 

Drög að samstarfssamningi við Grindavíkurkirkju lögð fram. Frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt samningsdrögin fyrir sitt leyti. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn. 

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

12. Kvikan - Beiðni um viðauka - 2209080
Til máls tók: Ásrún. 

Óskað er eftir viðauka vegna Kvikunnar að upphæð 3.100.000 kr. skv. meðfylgjandi sundurliðun. Óskað er eftir að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

13. Rekstrareining 02521 - Beiðni um viðauka - 2209081
Til máls tók: Ásrún. 
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 á launaliði rekstrareiningar 02521 Liðveisla barna undir 18 ára, að fjárhæð 7.876.000 og að fjármögnun verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

14. Félagsþjónusta - Beiðni um viðauka - 2208175
Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 8.500.000 kr. vegna félags- og skólaþjónustu, skv. framlagðri sundurliðun og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
15. Geðheilbrigði á Suðurnesjum - Beiðni um viðauka - 2209094
Til máls tók: Ásrún. 

Óskað er eftir viðauka vegna átaksverkefnis í geðheilbrigðismálum að upphæð 4.000.000 kr. á liðinn 06015-4342 sem fjármagnaður verði með hækkun á styrk frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

16. Ósk um viðauka á fjárhagsáætlun 2022 - 2209071
Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram beiðni um viðauka á fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar fyrir árið 2022 að upphæð 3.300.000 kr. vegna hækkunar á launaliðum og að hækkunin verði fjármögnuð með hækkun tekna af hafnsögubáti hafnarinnar að sömu upphæð. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

17. Árshátíð starfsmanna Grindavíkurbæjar - beiðni um viðauka. - 2209136
Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram beiðni um viðauka á fjárhagsáætlun 2022 vegna árshátíðar Grindavíkurbæjar að fjárhæð 500.000 kr. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

18. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049
Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Helga Dís, Hjálmar, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Fundargerð 912. fundar dags. 26. ágúst 2022 lögð fram til kynningar.

19. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022 - 2203041
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta Hrund og bæjarstjóri. 

Fundargerð 780. fundar dags. 15. ágúst 2022 lögð fram til kynningar.

20. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022 - 2203041
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Helga Dís, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Fundargerð 781. fundar dags. 7. september 2022 lögð fram til kynningar.

21. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður. 

Fundargerð 537. fundar dags. 10. ágúst 2022 lögð fram til kynningar.

22. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, bæjarstjóri, Helga Dís, Hjálmar og Birgitta Rán. 

Fundargerð 44. aðalfundar dags. 11. ágúst 2022 lögð fram til kynningar.

23. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Birgitta Hrund, Helga Dís, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Fundargerð 538. fundar dags. 23. ágúst 2022 lögð fram til kynningar.

24. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042
Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 539. fundar dags. 13. september 2022 lögð fram til kynningar.

25. Fundargerðir - Heklan 2022 - 2205010
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Helga Dís, Hallfríður, Birgitta Hrund, Hjálmar og Gunnar Már. 

Fundargerð 90. fundar dags. 5. september 2022 lögð fram til kynningar.

26. Bæjarráð Grindavíkur - 1620 - 2209001F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, bæjarstjóri og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

27. Bæjarráð Grindavíkur - 1621 - 2209007F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, bæjarstjóri, Helga Dís, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar og Gunnar Már. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

28. Bæjarráð Grindavíkur - 1622 - 2209013F 
Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

29. Skipulagsnefnd - 105 - 2209002F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

30. Skipulagsnefnd - 106 - 2209014F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

31. Fræðslunefnd - 122 - 2208019F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Rán, Gunnar Már, Birgitta Hrund, bæjarstjóri og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

32. Frístunda- og menningarnefnd - 118 - 2209003F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

33. Hafnarstjórn Grindavíkur - 484 - 2209008F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar og Gunnar Már. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

34. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 64 - 2208022F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Birgitta Hrund. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

35. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 65 - 2209016F 
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Gunnar Már og Birgitta Hrund. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Nýjustu fréttir

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

  • Fréttir
  • 10. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

  • Fréttir
  • 8. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

  • Fréttir
  • 4. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

  • Fréttir
  • 3. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

  • Fréttir
  • 2. september 2024