Samţćtting ţjónustu í ţágu farsćldar barna í Grindavík

  • Fréttir
  • 22. september 2022

Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmtækan og samþættan stuðning án hindrana þegar þau þurfa á að halda. Grindavíkurbær hefur hafið innleiðingarferli laganna og var farsældarþing haldið þann 19. september sl. þar sem Hulda Björk Finnsdóttir og Eiríkur Þorvarðarson kynntu innleiðingu og árangur Brúarinnar í Hafnarfirði.

Grindavíkurbær gerði samning við KPMG um verkefnisstjórn við fyrstu skref við innleiðingu farsældarlaganna. Freyja Sigurgeirsdóttir og Róbert Ragnarsson kynntu inntak farsældarlaganna og stýrðu umræðu og verkefnavinnu. Grindavíkurbær hefur lengi unnið með snemmtækan stuðning að leiðarljósi. Í Grindavík er félagsþjónusta, leikskólar, grunnskóli og skólaþjónusta felld undir sama fagsvið sveitarfélagsins sem hefur gefið sveitarfélaginu einstakt tækifæri til að vinna saman að farsæld barna.

Grindavíkurbær hefur nú þegar unnið í anda samþættrar þjónustu í þágu barna í langan tíma. Þessi sérstaða mun auðvelda sveitarfélaginu að fylgja eftir og innleiða farsældarlögin. Verkefnahópur innleiðingarinnar mun halda áfram störfum og vinna að frekari samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í Grindavíkurbæ.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. maí 2024

Fréttabréfiđ Grindvíkingur

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 29. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 29. apríl 2024

Fréttir / 29. apríl 2024

Styrktarbingó Grindavíkur og Breiđabliks