Mćlaskipti hjá HS Veitum

  • Fréttir
  • 22. september 2022

Starfsmenn HS Veitna eru að hefja mælaskipti rafmagnsmæla í Grindavík. Það er von fyrirtækisins að viðskiptavinir taki vel á móti mælasetjara og að aðgengi að mælum verði gott. 

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að setja upp svokallaða snjallmæla hjá viðskiptavinum. Snjallmælar eru búnir fjaraflestrarbúnaði og þegar búið er að setja þá upp og þeir komnir í samband við upplýsingakerfi HS VEITNA, byggir reikningagerð á raun notkun hverju sinni, í stað álestra og áætlana áður.

Áætlað er að mælaskiptum og uppsetningu upplýsingakerfisins verði að fullu lokið á veitusvæðum í árslok 2022. Bent er á að þó viðskiptavinir séu komnir með snjallmæli er ekki sjálfgefið að hægt sé að greiða strax fyrir raun notkun, því mögulegt er að uppsetning upplýsingarkerfis sé ekki tilbúin.

Mælaskiptin eru unnin af starfsmönnum HS VEITNA. Starfsmenn sem vinna við mælaskiptin bera vinnustaðaskírteini og koma á merktum bíl.

Nánari upplýsingar varðandi mælaskiptin eru á heimasíðu fyrirtækisins, www.hsveitur.is Hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið hsveitur@hsveitur.is. Einnig eru veittar upplýsingar í þjónustuveri HS Veitna í síma 422 5200.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 1. desember 2023

Útsvarshlutfall ársins 2024

Fréttir / 30. nóvember 2023

Áćtlun um rútuferđir

Fréttir / 29. nóvember 2023

Opnun Grindavíkurhafnar

Fréttir / 24. nóvember 2023

Frekari rýmkun, flutningur stćrri hluta

Fréttir / 23. nóvember 2023

Aukaferđ á leiđ 55 kl.7:05 frá BSÍ ađ FS

Fréttir / 22. nóvember 2023

Til upplýsinga fyrir íbúa Grindavikur.