Forsćtisráđherra í heimsókn

  • Fréttir
  • 15. september 2022

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með bæjarstjórn Grindavíkur í síðustu viku um náttúruhamfarir á Reykjanesskaganum og varnir mikilvægra innviða. Fundurinn var að frumkvæði forsætisráðuneytisins sem vildi heyra í heimafólki um framhaldið og næstu skref, enda reiknað með því að frekari jarðskjálftahrinur og eldsumbrot verið á Reykjanesskaganum á næstu misserum, árum og áratugum. Katrín heimsótti einnig heimilisfólki og gesti hjúkrunarheimilisins Víðihlíð og átti þar gott spjall.

Þetta er ekki fyrsti fundur Katrínar með bæjarstjórn Grindavíkur en síðast hitti hún bæjarstjórnina sama dag og rafmagnsleysi var í Grindavík í margar klukkustundir eftir jarðskjálfta í aðdraganda fyrsta eldgossins.

„Þetta er gríðarlegt álag á bæjarbúa og kallar á það að ríki, sveitarfélag og allir vinni einstaklega vel saman í að takast á við þetta. Það er ótrúlega gott að heyra í fólkinu hérna í bæjarfélaginu hvað það tekur öllu af miklu æðruleysi og ég þakka það líka hvernig sveitarstjórnin hefur haldið á málum og hvað það hefur verið gott samstarf allra aðila, hvort sem það eru Almannavarnir, Veðurstofan, jarðfræðingar og alla þá sem þurfa að koma að málum. Það er mikilvægt að við höfum ákveðin plön því við reiknum með því að þetta séu ekki einstakir atburðir, heldur að við getum átt von á þessu hvenær sem er,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við Víkurfréttir að fundi loknum. 

 

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík