Laus störf: Ţroskaţjálfi - Grunnskóli Grindavíkur
- Fréttir
- 12. september 2022
Laus er til umsóknar 100% staða þroskaþjálfa við Grunnskóla Grindavíkur.
Í skólanum eru um 550 nemendur, einkunnarorð okkar eru: Virðing – Vellíðan – Virkni. Orðin endurspegla tóninn fyrir skólabraginn og eru leiðarljós okkar í starfinu. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar um jákvæða skólafærni.
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2022.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Vinna með nemendum með þroska- og hegðunarfrávik.
- Gera áætlanir, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við fagfólk og foreldra.
- Vinnur eftir stefnu skólans í eineltis- og forvarnarmálum.
- Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.
- Starfið felur í sér ábyrgð á velferð barna í samvinnu við foreldra og fagfólk.
- Önnur störf samkvæmt starfslýsingu
Menntunar – og hæfnikröfur:
- Háskólamenntun á svið þroskaþjálfunar og starfsleyfi til að vinna sem slíkur (starfsleyfi fylgi umsókn).
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
- Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi.
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Stundvísi og samviskusemi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri, í síma 8461374 eða í gegnum netfangið eysteinnk@grindavik.is.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni https://www.grindavik.is/grunnskolinn
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2022.
Greinargóð ferilskrá og starfsleyfi fylgi umsókn.
AĐRAR FRÉTTIR
Fréttir / 11. september 2024
Fréttir / 8. september 2024
Fréttir / 4. september 2024
Fréttir / 3. september 2024
Fréttir / 2. september 2024