Hćttustigi vegna eldgoss í Meradölum aflýst / Óvissustigi vegna jarđhrćringa á Reykjanesskaga aflýst

  • Fréttir
  • 8. september 2022

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna eldgoss í Meradölum á Reykjanesskaga.  Jafnframt er aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Virkni í gígunum í Meradölum hefur legið niðri í tæpar þrjár vikur og óróamælingar hafa verið í samræmi við það.  Enn er fylgst vel með svæðinu með tilliti til aukinnar skjálftavirkni, óróa og landbreytinga.  Búast má við innskotavirkni og jarðskjálftum á Reykjanesskaga á næstu misserum og er fólk því hvatt til þess að ganga vel frá innanstokksmunum til að koma í veg fyrir líkamsmeiðsl og tjón.

Við gosstöðvarnar starfa nú landverðir. Þeir hafa m.a. eftirlit með umferð og umgengni fólks.  Lögregla og björgunarsveitir koma til með að sinna útköllum og hjálparbeiðnum en dregið verður úr viðveru þeirra á svæðinu.

Varhugavert er að fara út á hraunið en gígar og eldhraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga. 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 29. nóvember 2022

Gefđu aukagjafir um jólin

Fréttir / 29. nóvember 2022

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

Fréttir / 25. nóvember 2022

Laust starf: Vallarstjóri

Fréttir / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Fréttir / 23. nóvember 2022

Blóđbankabíllinn í Grindavík

Fréttir / 17. nóvember 2022

Ný lyfta á Bryggjunni

Fréttir / 15. nóvember 2022

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík 2022

Fréttir / 15. nóvember 2022

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 14. nóvember 2022

Jólahlađborđ á Fishhouse

Fréttir / 10. nóvember 2022

Jólabingó kvenfélags Grindavíkur

Bókasafnsfréttir / 10. nóvember 2022

Kynhlutlaust mál og hlutlaus persónufornöfn

Fréttir / 10. nóvember 2022

Talmeinafrćđingur óskast til starfa