Fundur1620

  • Bćjarráđ
  • 7. september 2022

1620. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 6. september 2022 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Dagskrá:
1. Gestastofa Reykjanes jarðvangs - 2111028
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Einnig mætti á fundinn verkefnastjóri Reykjanes Geopark. 

Hugmyndabók fyrir gestastofu Reykjanes Geopark í Kvikunni, dags. júlí 2022, er lögð fram. 

2. Samstarfssamningar á frístunda- og menningarsviði 2023 - 2208167
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Helga Dís vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. 

Lögð fram drög að fjórum samstarfssamningum á frístunda- og menningarsviði fyrir árið 2023.

3. Endurnýjun samnings vegna fjölþættrar heilsueflingar 65 - 2209005
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Janus heilsueflingu um heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa sem tæki við þegar núgildandi samningur rennur út.

4. Leigusamningur vegna heilsuræktarstöðvar - 2109061
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram drög að leigusamningi Gym heilsu. 

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að ganga frá samningi við Gym heilsu í samræmi við framlögð drög. 

5. Framtíð sundlaugarsvæðis - 2110014
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagðar fram tillögur frístunda- og menningarnefndar að framtíðarsýn fyrir sundlaugarsvæðið í Grindavík. 

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með hugmyndirnar og samþykkir að þær verði notaðar til grundvallar hönnun svæðisins.

6. Opnunartími ungmennahúss - 2208075
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Ungmennahús ætlað 16-25 ára var starfandi sem tilraunaverkefni á fimmtudagskvöldum fyrri hluta árs. Samantekt forstöðumanns Þrumunnar um starfsemi ungmennahússins lögð fram. 

Bæjarráð samþykkir að verkefnið haldi áfram leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka á launaliði Þrumunnar að fjárhæð 403.000 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

7. Árshátíð Grindavíkurbæjar 2022 - 2201060
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram tillaga um að bjóða starfsmönnum sem vinna að jafnaði a.m.k. 12 tíma á mánuði hjá Grindavíkurbæ gjaldfrjálst á árshátíð Grindavíkurbæjar. 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

8. Starfsmannamál - 2209018
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs. 

9. Umdæmisráð barnaverndar - Samningur - 2208150
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Skapalón að samningi um umdæmisráð barnaverndar lagt fram. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að afla frekari gagna fyrir næsta fund bæjarráðs. 

10. Félagsþjónusta - Beiðni um viðauka - 2208175
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð er fram og reifuð viðaukabeiðni í félagsþjónustu og skólaþjónustu að fjárhæð. 

Bæjarráð samþykkir 8 TV einingar á sérfræðinga í skólaþjónustu frá og með 1. sept. 2022 og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að koma með viðaukabeiðni á næsta fund bæjarráðs.

11. Beiðni um kerrustyrk - 2209006
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram beiðni tveggja dagmæðra, Helgu A Gestsdóttur og Aðalheiðar Birgisdóttur, um kerrustyrk að fjárhæð samtals 200.000 kr. 

Bæjarráð hafnar erindinu.

12. Beiðni um launalaust leyfi - 2208132
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Hrafnhildur Guðjónsdóttir óskar eftir launalausu leyfi frá Grunnskóla Grindavíkur skólaárið 2022-2023 vegna náms. 

Bæjarráð samþykkir erindið.

13. Samræmd móttaka flóttafólks - 2209007
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lögð fram bókun fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. ágúst 2022 um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.

14. Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2208066
Fyrstu drög að staðgreiðsluáætlun ársins 2023 lögð fram.

15. Tillögur um nýtingu vindorku - 2208107
Skipaður hefur verið starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku. Sveitarfélögunum er boðið að senda sjónarmið sín varðandi málaflokkinn til starfshópsins.

16. Fundargerðir og gögn fjallskilanefndar - 2208131
Fundargerð fjallskilanefndar, dags. 25. ágúst 2022, er lögð fram.
 
Réttað verður í Þórkötlustaðarétt sunnudaginn 18. september kl. 14:00.

17. Tækifærisleyfi - Knattspyrnudeild Grindavíkur - 2208106
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Suðurnesjum vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi vegna lokahófs Knattspyrnudeildar Grindavíkur í íþróttamiðstöðinni í Grindavík 17. september 2022. 

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 29. september 2023

77.fundur

Bćjarstjórn / 26. september 2023

Fundur 543

Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023

Fundur 128

Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023

Fundur 127

Skipulagsnefnd / 18. september 2023

Fundur 125

Bćjarráđ / 12. september 2023

Fundur 1653

Skipulagsnefnd / 4. september 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 5. september 2023

Fundur 1652

Bćjarstjórn / 29. ágúst 2023

Fundur 542

Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023

Fundur 123

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. júlí 2023

Fundur 75

Afgreiđslunefnd byggingamála / 28. ágúst 2023

Fundur 76

Bćjarráđ / 22. ágúst 2023

Fundur 1651

Bćjarráđ / 11. júlí 2023

Fundur 1649

Bćjarráđ / 27. júní 2023

Fundur 1648

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. júní 2023

Fundur 74

Bćjarráđ / 20. júní 2023

Fundur 1647

Skipulagsnefnd / 19. júní 2023

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 13. júní 2023

Fundur 1646

Bćjarráđ / 6. júní 2023

Fundur 1645

Skipulagsnefnd / 5. júní 2023

Fundur 121

Skipulagsnefnd / 6. mars 2023

Fundur 116

Skipulagsnefnd / 15. maí 2023

Fundur 120

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642