121. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 25. ágúst 2022 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu: Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, formaður, Eva Lind Matthíasdóttir, varaformaður, Eva Rún Barðadóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður, Snædís Ósk Guðjónsdóttir, aðalmaður, Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri, Inga Þórðardóttir, skólastjóri, Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri, Valdís Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Guðlaug Björk Klemensdóttir, áheyrnarfulltrúi, Sigurlína Jónsdóttir, leikskóla- og daggæslufulltrúi.
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Birgisdóttir, Deildarstjóri skólaþjónustu
Dagskrá:
1. Fundartími og störf fræðslunefndar - 2208103
Lagt til að fundartími verði fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 16:30. Ef um aukafund er að ræða verður hann einnig á fimmtudegi kl: 16:30.
2. Starfsáætlun fræðslunefndar - 2208105
Starfsáætlun fræðslunefndar fyrir skólaárið 2022-2023 var lögð fram til samþykktar.
3. Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna - 2205128
Jóhanna Lilja Birgisdóttir verkefnastjóri innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fór yfir stöðu innleiðingarinnar.
4. Tónlistarskólinn - staðan í upphafi skólaárs 2022-2023 - 2208104
Inga Þórðardóttir, skólastjóri tónlistarskólans fór yfir stöðuna við upphaf skólaárs. Mönnun hefur gengið vel og skólastjóri er bjartsýnn fyrir komandi skólaári.
5. Leikskóli - Staðan í upphafi skólaárs 2022-2023 - 2208100
Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri Lautar og Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri Heilsuleikskólans Króks fóru yfir stöðuna við upphaf skólaárs. Vel hefur gengið að manna stöður við leikskólana og enn eru laus pláss eru fyrir börn í leikskólanum Laut.
6. Grunnskóli - Staðan í upphafi skólaárs 2022-2023 - 2208099
Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri kynnti stöðuna við upphaf skólaárs. Mönnun í grunnskólanum fyrir komandi skólaár hefur gengið vel.
7. Nemendakönnun 1.-5. bekkur - 2021-2022 - 2208101
Sigurlína Jónsdóttir kynnti niðurstöður nemendakönnunar. Fræðslunefnd felur skólastjórn að vinna aðgerðaráætlun í tengslum við niðurstöður könnunar og kynna drög fyrir nefndinni.
8. Nemendakönnun 6.-10. bekkur - 2021-2022 - 2208102
Sigurlína Jónsdóttir gerði grein fyrir niðurstöðum nemendakönnunar. Fræðslunefnd felur skólastjórn að vinna aðgerðaráætlun í tengslum við niðurstöður könnunar og kynna drög fyrir nefndinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.