Fundur 104

  • Skipulagsnefnd
  • 29. ágúst 2022

104. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 8. ágúst 2022 og hófst hann kl. 16:15.

 

Fundinn sátu:

Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður,
Unnar Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem síðasta mál.
Umsókn um framkvæmdaleyfi - Bílastæði í Borgarhrauni við gönguleið A - 2208011
Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.  

Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - golfvöllur, stígur og hreinsivirki - 2110076

 

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 að lokinni endurauglýsingu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir hreinsivirki fyrir skólp á hafnarsvæðinu við Eyjabakka og frárennslislögn frá henni til suðurs á Hópsnesi og út í sjó. Þá er í tillögunni bætt við göngu- og reiðhjólastíg frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík að stíg með fram Nesvegi. Í tillögunni er jafnframt sett fram stækkun golfvallar við Húsatóftir í Grindavík. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna á heimasíðu sveitarfélagsins. Alls bárust 3 umsagnir innan athugasemdafrests endurauglýstrar tillögu þar sem ábendingar komu fram um landmótun á golfvelli með tilliti til hraunmyndana og legu stígar við Nesveg.

Tillögur að svörum við umsögnum lagðar fram sem skipulagsnefnd samþykkir. Sviðsstjóra falið að svara umsagnaraðilum. Skipulagsnefnd samþykkir eftirfarandi breytingu á tillögunni til að bregðast við innkomnum umsögnum.

-Bætt er við skilmála fyrir golfvöll ÍÞ2 : Við landmótun vegna golfvallar skal leitast við að hlífa heillegum hraunhólum og opnum sprungum og halda óröskuðu hrauni sem hluta vallarins.

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

 

   

2.  

Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Eyjabakka - 2110069

 

Tillaga að breyttu deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Eyjabakka lögð fram í kjölfar auglýsingar á tillögunni. Skipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkti tillögur að svörum við umsögnum á fundi sínum 22.mars 2022 og þá var sviðsstjóra falið að svara umsagnaraðilum. Í kjölfarið var Skipulagsstofnun send tillagan til yfirferðar, í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga, og gerði stofnunin athugasemd við birtingu gildistöku deiliskipulagsins í B-deild stjórnartíðinda vegna ósamræmis við aðalskipulag. Breyting á aðalskipulagi sem tryggði samræmi þarna á milli var auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni, og hefur nú verið endurauglýst án breytinga á iðnaðarsvæðinu.
Skipulagsnefnd bregst við athugasemd Skipulagsstofnunar með því að taka breytingu á deiliskipulagi Eyjabakka nú aftur til afgreiðslu, um leið og tengdri breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæja 2018-2032, golfvöllur, stígur og hreinsivirki er einnig vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

Skipulagsnefnd hefur gert eftirfarandi breytingar á tillögunni, m.a. til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar:
- Fornminjar uppfærðar skv. skráningu
- Svæði utan skipulagsmarka aðgreind betur / sýnd í svart-hvítu
- Þrjár lóðir austan Nesvegar ( sem verður Sundabraut) eru sameinaðar á eina lóð og settir skilmálar fyrir lóðina sem er ætluð fyrir geymslusvæði.
- Skerpt er í greinargerð á ákvæðum byggingarreglugerðar sem snúa að brunavörnum.
- Séu hús ekki sambyggð yfir lóðarmörk skal vera amk 3,5 m frá annarri hlið hússins að lóðamörkum til að tryggja aðgengi að baklóð.
- Heiti á Nesvegi verður breytt í Sundabraut.

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

 

   

3.  

Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027 - 2205180

 

Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027 lagðar fram.

Skipulagsnefnd tekur undir bókun hafnarstjórnar á fundi 483 þann 11. júlí sl.

 

   

4.  

Víkurhóp 63 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu - 2208005

 

Umsókn Eignarhaldsfélagsins Norma vegna deiliskipulagsbreytignar við Víkurhóp 63 lögð fram.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóðar og lóðarhöfum að sunnanverðu við botnlangann.

Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við færslu á innviðum á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.

 

   

5.  

Mávahlíð 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2207066

 

Byggingarverk ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss við Mávahlíð 2. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Skv. umsókn og teikningum sem henni fylgja er hlutfall byggingar í bundinni byggingarlínu um 38%.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

6.  

Mávahlíð 4 - Umsókn um byggingarleyfi - 2207067

 

Byggingarverk ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss við Mávahlíð 4. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Skv. umsókn og teikningum sem henni fylgja er hlutfall byggingar í bundinni byggingarlínu um 35%.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

7.  

Mávahlíð 6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2207053

 

Lúther Ólason sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss við Mávahlíð 6. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Skv. teikningum sem henni fylgja er hlutfall byggingar í bundinni byggingarlínu um 36%.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

8.  

Mávahlíð 8 - Umsókn um byggingarleyfi - 2207052

 

Hermann Hermannson sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss við Mávahlíð 8. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Skv. umsókn og teikningum sem henni fylgja er hlutfall byggingar í bundinni byggingarlínu um 35%.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

9.  

Arnarhlíð 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2207087

 

Bjarnasynir ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss við Arnarhlíð 2. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Skv. umsókn og teikningum sem henni fylgja er hlutfall byggingar í bundinni byggingarlínu um 42%.

Skipulagsnefnd hafnar umsókninni þar sem um er að ræða tvíbýli ekki einbýli eins og skipulagsskilmálar kveða á um.

 

   

10.  

Arnarhlíð 6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2207088

 

Bjarnasynir ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss við Arnarhlíð 6. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Skv. umsókn og teikningum sem henni fylgja er hlutfall byggingar í bundinni byggingarlínu um 45%.

Skipulagsnefnd hafnar umsókninni þar sem um er að ræða tvíbýli ekki einbýli eins og skipulagsskilmálar kveða á um.

 

   

11.  

Spóahlíð 2-10, ósk um breytingu á hæðarkótum - 2206066

 

Á fundi skipulagsnefndar þann 20.júní sl. óskaði A1 hús ehf. eftir að gerðar yrðu breytingar á hæðarkótum á botnplötu raðhúsa við Spóahlíð 2-10 þannig að hús númer 2,4 og 6 verði í kóta 17,55 og hús númer 8 og 10 verði í kóta 16,90. Kótar umræddra lóða eru í dag eftirfarandi: Spóahlíð 2: 17,10 m Spóahlíð 4: 16,95 m. Spóahlíð 6: 16,80 m. Spóahlíð 8: 16,65 m. Spóahlíð 10:16,50 m. Sviðsstjóra var falið að grenndarkynna áformin fyrir lóðarhöfum við Mávahlíð 1,3,5 og 7. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.

Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna á hæðarkótum botnplötu raðhúsa við Spóahlíð 2-10 og felur sviðsstjóra að uppfæra lóðarblöð. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.

 

 

   

12.  

Túngata 5 - Umsókn um byggingarleyfi - 2206048

 

Á fundi skipulagsnefndar nr. 102 þann 20. júní sl. var sviðsstjóra falið að grennarkynna byggingarleyfisumsókn Þórkötlu ehf. vegna Túngötu 5 fyrir lóðarhöfum við Túngötu 3, 6, 7,8 og Víkurbraut 32 og 34. Sótt var um leyfi til að innrétta litla íbúð í bílskúr ásamt smávægilegum útlitsbreytingum. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

13.  

Marargata 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2206065

 

Á fundi skipulagsnefndar nr. 102 þann 20. júní sl. var sviðsstjóra falið að grennarkynna byggingarleyfisumsókn Há Brún ehf vegna Marargötu 3 fyrir lóðarhöfum við Marargötu og Ránargötu 4 og 6. Sótt var um að skipta húsnæðinu upp í 3 hluta. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

14.  

Iðnaðarsvæði I5,1 - Umsókn um byggingarleyfi - 2207078

 

Matorka sækir um byggingarleyfi vegna byggingar yfir eldisker á lóð þeira á iðnaðarsvæði i5, svæði 1.

Mænishæð á húsi samkvæmt teikningum sem fylgja umsókn er umfram þá hæð sem skilmálar gildandi deiliskipulags fyrir svæðið segja til um.

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

 

   

15.  

Austurvegur 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2207074

 

Sótt er um leyfi til að setja álplötuklæðningu á austurhlið kirkjunnar. Miðað er við sléttar plötur (upplímdar) samlitar kirkjunni.

Fallið er frá kröfu um grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.

 

   

16.  

Drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra - 2207098

 

Drög að reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra lögð fram.

 

   

17.  

Umsókn um framkvæmdaleyfi - Bílastæði í Borgarhrauni við gönguleið A - 2208011

 

Landeigendafélag Hrauns sækir um framkvæmdaleyfi til að stækka bílastæði við Borgarhraun, við upphaf gönguleiðar A, um ca 800 m2.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfið með þeim fyrirvara að umsögn Umhverfisstofnunar verði jákvæð.

 

   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135