Vegna leka á stofnæð kaldavatnsins frá HS orku við Svartsengi, í kjölfar jarðskjálftana um síðustu helgi, þá þarf að loka fyrir kaldavatnið til Grindavíkurbæjar í kvöld 4. ágúst. Viðgerð hefst kl. 22:00 og stendur fram í nóttina.
Í kjölfarið má svo gera ráð fyrir að töluvert af lofti verði í kalda vatninu næstu daga sem gerir það að verkum að vatnið virkar gráleitt.