Forseti Íslands í heimsókn

  • Fréttir
  • 3. ágúst 2022

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, komu í óopinbera heimsókn til Grindavíkur í dag. Með heimsókninni vildu forsetahjónin sýna bæjarbúum samkennd á umbrotartímum. Heimsóknin hófst á bæjarskrifstofum Grindavíkur þar sem rætt var við fulltrúa bæjarstjórnar og starfsfólk, þá ræddu þau einnig við starfsfólk vinnuskólans, fóru á vikulegan fund eldri borgara í Kvikunni, heimsóttu ýmis fyrirtæki í bænum og að lokum snæddu þau hádegisverð í Víðihlíð ásamt heimilisfólki. 

 


Deildu ţessari frétt