Fundur 1617

  • Bćjarráđ
  • 27. júlí 2022

1617. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. júlí 2022 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sat fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027 - 2205180
    Hafnarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarráð tekur undir bókun hafnarstjórnar á fundi 483 þann 11. júlí sl. og felur hafnarstjóra að leggja fram beiðni um framlög inn í samgönguáætlun 2023 til 2027 til hafnarbóta og sjóvarna í landi Grindavíkur samkvæmt fyrirliggjandi verkefnalista.
         
2.      Niðurgreiðsla til foreldrar barna yngri en 18 mánaða sem nýta sér þjónustu dagforeldra - 2206069
    Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lagt fram minnisblað um niðurgreiðslur til dagforeldra nokkurra sveitarfélaga. 

Bæjarráð samþykkir að frá og með 1. ágúst verði niðurgreiðsla vegna þjónustu dagforeldra 76.800 kr. mv 8 tíma vistun hjá einstæðum foreldrum og 64.000 fyrir hjón mv. 8 tíma vistun. Fyrir styttri vistun er niðurgreiðslan hlutfallsleg. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að leggja viðauka fyrir bæjarráð vegna málsins. 

         
3.      Sóknaráætlun Suðurnesja - tilnefning í Uppbyggingasjóð Suðurnesja - 2207044
    Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi: 

Guðmundur Grétar Karlsson 
Hávarður Gunnarsson 
Birgitta Ramsey Káradóttir 
Sunna Jónína Sigurðardóttir 
         
4.      Fasteignagjöld 2023 - 2207056
    Lagt fram minnisblað vegna útreiknings fasteignagjalda mv óbreyttar álagningarforsendur, auk yfirlits yfir matsbreytingar allra eigna í Grindavík. 

Grindavíkurbær mun lækka álagningarhlutföll fasteignagjalda fyrir árið 2023 til að koma til móts við mikla hækkun fasteignamats. 

         
5.      2022-025190 Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað - 2207042
    Lögð fram beiðni um umsögn vegna umsóknar 22.10. ehf um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Hafnargötu 11. 

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa í Grindavík, Slökkviliðs og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. 

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina að fengnum umsögnum frá ofangreindum aðilum sem sýna fram á að skilyrði sem gerð eru fyrir útgáfu leyfisins eru uppfyllt. 

Starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála. 
Lokaúttekt hefur farið fram í húsnæðinu. 
Starfsemin samrýmist fyrirliggjandi deiliskipulagi og skipulagsskilmálum svæðisins. 
Starfsemin er í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli. 
Kröfum um brunavarnir eru uppfylltar.
         
6.      Tölvubúnaður 2018, stefna frá Endor - 2012046
    Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 8.385.000 kr. sem fjármagnaður verði með hækkun á tekjuliðnum 00010-0021 Staðgreiðsla. 

Bæjarráð samþykkir viðaukann.
         
7.      Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar - 2206049
    Bæjarráð samþykkir að það verði bæjarráð og bæjarstjóri í vinnuhóp vegna endurskoðunar á skipuriti Grindavíkurbæjar. 

         
8.      Rekstraryfirlit janúar - júní 2022 - 2207079
    Rekstraryfirlit janúar til júní 2022 er lagt fram. 

Niðurstaða rekstrar Grindavíkurbæjar í heild er innan fjárheimilda. Þó eru nokkrar rekstraeiningar sem stefna í framúrkeyrslu. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fara yfir málið með sviðsstjórum. 
         
9.      Skrifstofa sýslumannsins á Suðurnesjum í Grindavík - 2207082
    Fyrir liggur í samráðsgátt frumvarp til laga um sýslumann með það að markmiði að sameina öll sýslumannsembætti landsins í eitt. 

Bæjaryfirvöld í Grindavík gagnrýna þá stefnu dómsmálaráðherra að leggja niður útibú sýslumanns í bænum. Gagnrýnin er óháð sameiningu embættanna í eitt embætti til að tryggja samræmda og góða þjónustu um allt land líkt og frumvarpið leggur til. Það vekur þó furðu að samhliða sameiningu embætta eigi að skerða þjónustu í Grindavík og mótmæla bæjaryfirvöld harðlega lokun útibúsins og um leið skerðingu á þjónustu við bæjarbúa, þvert á markmið frumvarpsins. 
Í umsögn um frumvarpið er þess getið að samráð var haft við ákveðin sveitarfélög en óskiljanlegt er að ekki var haft samráð við Grindavík sem er það sveitarfélag ásamt Dalvík sem eiga að missa starfstöðvar sínar. 

Í dag er sýslumaður með starfmann í 68% starfshlutfalli í bæjarfélaginu en frá byrjun desember hefur útibúinu verið lokað og hefur það valdið miklum óþægindum fyrir íbúa Grindavíkur. 

Bæjaryfirvöld í Grindavík telja þetta vera gríðarlega mikla þjónustuskerðingu og lýsa andstöðu sinni við þessar fyrirhuguðu breytingar en í sumar hefur ríkið ákveðið að loka bæði útbúi Póstsins og útibúi sýslumannsins og er staðan því orðin sú að ríkið er með nánast enga þjónustu hér í Grindavík í ört stækkandi samfélagi.
         
10.      Íslandspóstur - breyting á póstafgreiðslu í Grindavík - 2207085
    Lögð fram beiðni frá Byggðastofnun, dags. 18. júlí 2022 um umsögn bæjarins varðandi fyrirhugaða breytingu á póstafgreiðslu í Grindavík. 

Bæjaryfirvöld í Grindavík fengu kynningu á fyrirhuguðum breytingum á afgreiðslu Íslandspóst í Grindavík þann 5. júlí sl. Mesta breytingin er fyrirhuguð lokun á afgreiðslu póstsins á Víkurbraut 56 sem er starfsstöð Landsbankans í Grindavík. Í staðinn á að fjölga póstboxum vegna pakkasendinga og nýta póstbíl til að afhenda heim að dyrum. 
Fram kom í kynningu Íslandspóst að fyrirhugaðar breytingar væru þær sömu og innleiddar hafa verið á Hellu og Hvolsvelli en reynslan þar er þannig að íbúar eru afar ósáttir við þær breytingar og segja um mikla þjónustuskerðingu að ræða. Póstbíllinn þar er bara á ferðinni virka daga milli 09-14. 
Nú um nokkurt skeið hefur verið póstbox við verslunina Nettó, Víkurbraut 60 í Grindavík. Reynsla af því póstboxi hefur verið misjöfn, iðulega er einhver bilun sem er þess valdandi að ekki er hægt að nálgast pakka sem þar eru. Auk þess eru margir íbúar sem ekki hafa tök á að nýta sér þessa tækni og fara í póstafgreiðsluna til að sinna sínum erindum vegna sendinga, kaupum á frímerkjum, umslögum og kössum undir pakka. 
Hvað varðar aukna þjónustu póstbíls þá hefur bæjarráð Grindavíkur miklar efasemdir um skilvirkni þess að afhenda pakka heim. Almennt er fólk í vinnu á þeim tíma sem póstbíllinn er í útsendingum og því næst ekki að koma sendingum til skila. Þegar svo háttar til fara sendingar í afgreiðslu póstsins þar sem íbúar geta nálgast sendingar þegar þeim hentar, s.s. í hádeginu. 
Bæjaryfirvöld í Grindavík telja þetta vera mikla þjónustuskerðingu og lýsa andstöðu sinni við þessar fyrirhuguðu breytingar sérstaklega í ljósi þess að Grindavík er 3.650 manna samfélag og er í örum vexti.
         
11.      Hafnarstjórn Grindavíkur - 483 - 2207007F 
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
12.      Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 62 - 2207011F 
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 1. febrúar 2023

Fundur 537

Skipulagsnefnd / 31. janúar 2023

Fundur 113

Afgreiđslunefnd byggingamála / 19. janúar 2023

Fundur 69

Bćjarráđ / 18. janúar 2023

Fundur 1633

Frístunda- og menningarnefnd / 12. janúar 2023

Fundur 122

Frćđslunefnd / 11. janúar 2023

Fundur 126

Bćjarráđ / 11. janúar 2023

Fundur 1632

Bćjarstjórn / 11. janúar 2023

Fundur 536

Skipulagsnefnd / 10. janúar 2023

Fundur 112

Bćjarstjórn / 28. desember 2022

Fundur 535

Öldungaráđ / 21. desember 2022

Fundur 13

Bćjarráđ / 21. desember 2022

Fundur 1631

Skipulagsnefnd / 20. desember 2022

Fundur 111

Frćđslunefnd / 19. desember 2022

Fundur 125

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. desember 2022

Fundur 68

Bćjarstjórn / 14. desember 2022

Fundur 534

Hafnarstjórn / 13. desember 2022

Fundur 487

Öldungaráđ / 13. desember 2022

Fundur 14

Skipulagsnefnd / 7. desember 2022

Fundur 110

Bćjarráđ / 7. desember 2022

Fundur 1630

Bćjarstjórn / 1. desember 2022

Fundur 533

Bćjarráđ / 23. nóvember 2022

Fundur 1629

Skipulagsnefnd / 22. nóvember 2022

Fundur 109

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2022

Fundur 67

Bćjarráđ / 16. nóvember 2022

Fundur 1628

Bćjarráđ / 10. nóvember 2022

Fundur 1627

Skipulagsnefnd / 8. nóvember 2022

Fundur 108

Frístunda- og menningarnefnd / 3. nóvember 2022

Fundur 120

Bćjarráđ / 2. nóvember 2022

Fundur 1626

Frćđslunefnd / 27. október 2022

Fundur 124