Vinnuskólinn er oft fyrsta launađa starfiđ

  • Fréttir
  • 18. júlí 2022

Bæjarbúar hafa líklega orðið varir við unglinga í gulu vestunum róta í beðum eða slá opin svæði á síðustu dögum og vikum. Um er að ræða nemendur í Vinnuskóla Grindavíkur sem opinn er unglingum á aldrinum 14-17 ára.

Töluvert færri eru í sumarstörfum hjá Grindavíkurbæ í sumar en undanarin ár. Skýrist það líklega af betra atvinnuástandi en undanfarin tvö ár auk þess sem ekki var boðið upp á störf í sérstökum átakshópi fyrir 18-20 ára ungmenni.

Flestir nemendur Vinnuskólans sinna umhirðu á opnum svæðum en hafa ber í huga að vinnuskólinn er skóli þar sem nemendur fá fræðslu um ýmislegt sem tengist hinum almenna vinnumarkaði, vinnutengdum málefnum o.fl.

Unglingar í vinnuskólanum eru að stíga sín fyrstu skref og læra á vinnumarkaðinn en um leið fegra bæinn okkar. Lögð er áhersla á að vel takist til og að upplifunin af vinnu sé jákvæð. Í flestum tilfellum er um að ræða fyrsta launaða starf unglinganna. Við hvetjum bæjarbúa til þess að taka tillit til þess þegar ábendingum er komið á framfæri. Gott er að senda póst á sveitarfélagið á grindavik@grindavik.is

 

 


Deildu ţessari frétt