Grindavíkurbær og Fisktækniskóli Íslands hafa undanfarin ár boðið 15 ára nemendum í Vinnuskóla Grindavíkurbæjar upp á viku nám í Auðlindaskólanum. Þar kynnast unglingarnir fjölbreyttum og verðmætum störfum sem tengjast "bláa hagkerfinu" og er boðið í fjölbreyttar vettvangsferðir í Grindavík, á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Nemendur fá að kynnast sögu Grindavíkur, heimsækja sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík, Sjávarklasann í Reykjavík, Slysavarnarskólann í Sæbjörgu, Björgunarsveitina Þorbjörn, Codland Marine Collagen, Þróunarsetur Bláa Lónsins, Þekkingarsetrið í Sandgerði svo eitthvað sé nefnt.
Á Facebook síðu Fisktækniskóla Íslands má finna fjölda mynda úr skólanum.