17. júní dagskrá Grindavíkurbæjar hófst með hátíðarstund í Grindavíkurkirkju. Þar fluttu Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og Sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur Grindavíkurkirkju ávarp. Þórdís Steinþórsdóttir 39. fjallkona Grindavíkur flutti ljóðið Land míns föður eftir Jóhannes úr Kötlum.
Að lokinni hátíðarstund var hefðbundinn dagskrá með 17. júní hlaupi á Grindavíkurvelli, karamelluregn, hoppukastölum, andlistmálun og hátíðaropnun í Kvikunni. Í Kvikunni var boðið uppá söngatriði, töframann, börnum boðið á hestbak og kaffiveitingar.
Við þökkum öllum gestum fyrir komuna og öllum þeim sem lögðu sitt að mörkum við að gera hátíðina sem ánægjulesasta.